Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 228
TÆKMI
nyjuMGAR
M—100 gefur
einnig upplýsingar
um á hvaöa hraöa
sé hagkvæmast
aö keyra bátinn og
graf á skjánum
sýnir hvort á aö
auka eöa minnka
hraöann til aö
minnka eyösluna.
228 VÍKINGUR
Allt á sama skjánum
Á siöarl árum hefur tæknin
beinst mjög að þvi að hægt
sé að fá fram á einn og sama
skjáinn upplýsingar frá sigl-
ingatækjum og öðrum tækj-
um og mælum, sem skip-
stjórnarmanni er nauðsyn á
að fá upplýsingar frá . Norska
fyrirtækið Skipper Data A/S
kynnir nú tæki af þessu tæi.
Tæki þetta nefnist Skipper
Data S-100 sem er fyrir segl-
þáta og Skipper Data M-100
fyrir mótorbáta.
Bæði þessi tæki sýna upp-
lýsingarnar bæði i grafísku
og stafrænu formi. S-100
sýnir bæði„ relativan (af-
stæðan) vind og raunvind"
auk vindhraða, hraða bátsins
yfir sjóinn, stefnuna sem bát-
urinn liggur á og stefnuna
sem má fara næst vindi,
stefnu til næsta leiðarpunkts
og norðurmerki. Þetta kemur
allt á skjáinn i einu. Tækinu
fylgir dýptarmælir sem tekur
botn niöur á 200 metra dýpi
og sér fisk allt niður á 50
metra. Dýptarmælirinn gefur
viðvörun er dýpið verður of
lítiö og einnig ef þaö verður of
mikið, en það er kallað akker-
isvakt. Ef þáturinn dregur
akkerið frá landi út á meira
dýpi en þar sem akkerinu var
varpað gefur mælirinn hljóö
frá sér. Sé breidd og lengd
brottfararstaðar slegin inn í
S-100 framkvæmir tækiö
leiöarreikning, sem byggist
þá á hraða og stefnu bátsins.
Hægt er aö slá inn allt að 100
leiðarpunktum og þá fást
upþlýsingar um stefnu og
fjarlægð í næsta leiðarpunkt
auk tímans sem siglingin tek-
ur. Til viðbótar fást einnig
upplýsingar um þaö sama til
komustaöar og hvað sigld
vegalengd er mikil. Auk þess
sem hér á undan hefur verið
nefnt vakir S-100 yfir bátn-
um, ef svo má segja með því
að gefa upplýsingar um
snúningshraóa vélar, oliu-
þrýsting og hitastig kæli-
vatns, þegar vélin er i gangi.
Mæld er hæð i oliutanki,
ferskvatnstanki og hvort vatn
eða sjór sé kominn i bátinn.
Loft og sjávarhiti er sýndur.
Viðvörun er allstaðar á mikil-
vægum stöðum. Alls sýnir
skjárinn 14 mismunandi
myndir sem kallaðar eru fram
með því að þrýsta á einn
takka. Straumnotkun S-100
er mjög lítil, tækið notar
aðeins 300 mA straum, sem
er einn þriðji af því sem 10
watta Ijósaþera notar. M-100
er eins og áður segir fyrir vél-
báta og gefur því i stað upp-
lýsinga um vind upplýsingar
um vélina, svo sem hver
oliueyöslan er á klukkutima
og hve margar sjómilur eru
farnar á hvern litra. M-100
gefur einnig upplýsingar um á
hvaða hraöa sé hagkvæmast
að keyra bátinn og graf á
skjánum sýnir hvort á að
auka eða minnka hraðann til
að minnka eyðsluna. Þessi
tæki eru vel varin gegn vatni
og sjó og þola að rigni á þau
eða þau fái slettu. Það er þá
S-100 sem sérstaklega má
búast við að lendi í þessu
þegar tækið er haft uppi á
dekki svo að sá sem stýrir
geti séð skjáinn. Umboð fyrir
Skipper Data A/S hér á landi
er hjá Iseind hf„ Suðurlands-
braut 20,108 Reykjavik.