Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 237
Smásaða
sæju okkur. Strákgreyiö fór ekki nema þennan
eina túr. Mikiö vildi ég aö ég heföi gert eins og
hann, „HÆTT“. Þetta átti aldrei aö veröa annaö
en eitt sumar.
Þaö var ekki slæmt veöur þegar viö lögðum af
staö, V 4—5 vindstig en spáöi versnandi veöri.
Viö kláruöum aö draga og héldum til lands. Þá
haföi veöur versnaö og var oröiðSV 8—9, mikill
sjór og gekk á meö éljum. Viö vorum meö
20—25 tonn af fiski í lestinni. Þaö var hvasst á
móti og gekk mikill sjór yfir bátinn. Eftir þriggja
stunda stím haföi okkur aöeins miöaö 12 mílur.
Um kl. 18 fengum viö á okkur brot sem braut
tvær rúöur í stýrishúsinu. Ég kallaöi í land og lét
vita af skemmdunum en allt væri i lagi. Ég sneri
viö og hélt undan, haföi jafnvel hugsaö mér aö
fara í var viö Eyjar. Ég ræsti mannskapinn og
bað hann að vera uppi. Sem þeir geröu nema 1.
vélstjóri sem var niöri í vél. Strákarnir settu
spjöld í gluggana.
236 VÍKINGUR
Kl. 18.20 fengum viö þunga öldu afturundir
svo báturinn lagöist 35—40 í bb.. Hann byrjaöi
strax aö rétta sig. En skyndilega án nokkurra
skýringa hætti hann því. Hvaö haföi skeö?
Sennilega hefur fiskurinn fariö af staö í lestinni.
Ég reyndi aö keyra bátinn upp. Þaö virtist ætla
að ganga. Ég kallaöi strákana upp í brú og skip-
aöi öllum í vesti. Stuttu seinna fengum viö á
okkur brot sem lagöi bátinn alveg á hliöina. Ég
sendi út neyöarkall. Rafmagniö fór afbátnum og
vélin drap á sér. Geir fór út og stóö á stýris-
húsinu. Hann náöi taki á líflínu björgunarbáts
sem flaut uppblásinn þar skammt frá. Kokkurinn,
2. stýrimaöur, 2. vélstjóri og Geir fóru í bátinn.
Ég ætlaöi aö líta eftir véistjóranum. Ég lagöi af
staö niöur og kallaöi, hann svaraöi ekki. Bátur-
inn var aö sökkva. Ég varö aö velja, aö fara niöur
meö honum eöa foröa mér út. Ég fór út. Báturinn
sökk undan fótunum á mér, ég var einn. Allt var
svart, nema hvítfryssandi öldulöðrið. Ég var
vestislaus, gúmmíbátinn sem áhöfnin varísá ég
hvergi. Þessu var lokiö ég hlaut aö drukkna. Þá
skaut upp björgunarbát. Þannig var þaö. Hvaö
haföi komiö fyrir Trausta, af hverju kom hann
ekki upp?
„Kári, gjöröu svo vel aö ganga í réttarsalin".
Kári stóð upp. Núna þurfti hann aö gera mönn-
um, sem leituöu aö orsök þessa slyss, grein fyrir
þeim atburöum sem hann hafði alltaf hræöst.
j hvert einasta skipti sem hann lagöi frá landi
fann hann til vanmáttar og hræöslu gegn þessu
heljarafli, Atlantshafinu.
Einföld — Ódýr
Eigum fyrirliggjandi
Eznmn
I Pctkkavog 20 kg. 50 kg. og ÍOO kg.
Raímagn + raíhlöður
GlSláSOM & CO. BifiF.
SUNDABORG 22 104 REYKJAVIK SIMI 84800