Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 71 «IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII gónía. Að öðru leyti hefir öll Suðui'-Ameríka mestmegnis verið hulin sæ, að undanskildum nokkrum eyjum, sem staðið hafa upp úr. Á hinn bóginn hafa þessi tvö miklu meginlönd staðið í sambandi við aðrar heimsálfur með landbrúm, sem nú eru úr sögunni. Brazilíulandið hefir til dæmis staðið í sambandi við Afríku, en frá hinu meginlandinu hafa legið þrjár miklar land- brýr til fjarlægra landa á jörðunni, nefnilega þessar. Ein lá til Ástralíu, önnur til norðurs, eins og skeifa, nokkru vestar en vesturströnd Suður-Ameríku er nú. Frá henni hefir svo gengið landtunga til austurs til Norður-Ameríku. Þriðja landbrúin, sem nefnd hefir verið atlantiska landbrúin, lá frá landinu norðan- verðu til austurs, alla leið til Evrópu, líklega til Miðjarðarhafs- iandanna. Og það er vert að veita því athygli, eins og betur skal minnst á seinna, að á Nýju öldinni var Norður-Ameríka í sam- bandi við Evrópu. Á þessum miklu meginlöndum, sem nú er getið, hafa mynd- ast margir og miklir dýraflokkar, og má þar fyrst og fremst nefna pokadýrin og tannleysingjana, að minnsta kosti þann hluta þein’a, sem nú er í álfunni. Á hinn bóginn hafa verið mikl- ir þjóðflutningar dýra, landanna á milli, eftir þeim landbrúm, sem ég hefi nefnt, bæði frá Suður-Ameríku, og til hennar. Við verðum að minnast þess, að á þessum tímum, eða um það bil, sem Nýja öldin var að renna upp, en Miðöldin að ganga til viðar, voru mikil aldahvörf í heimi hryggdýranna. Síðustu leifar hins heimsfeðma skriðdýrastórveldis var þá að falla í valinn, en spen- dýrunum, annari yngstu greininni á stofni hryggdýrafylkingar- innar, var um leið að skapast opin og glæsileg þróunarbraut. Pokadýrin héldu sum kyrru fyrir þarna í álfunni, þar sem þau urðu til, nokkur uku land sitt norður á bóginn eftir brúnni, sem lá til Norður-Ameríku, en merkastur var sá flokkurinn, sem ruddi sér braut eftir þjóðveginum, sem til Ástralíu lá. Því í Ástralíu átti aðalheimkynni þessa stórmerka ættbálks að verða framvegis. Þá runnu miklir straumar frá Afríku til Ameríku, eftir brúnni, sem tengdi þessi lönd, sem dæmi mætti nefna strút- fugl þann, nandúinn, sem nú á heima í nýja ríkinu, og fyr er greindur. Aftur á móti komu miklir stofnar að norðan, frá Norð- ur-Ameríku, en þeirra merkastir voru hófdýraættbálkarnir, sem minnst var á fyr, en þeim entist ekki langur aldur, jarðsögu- lega séð, hvorki í nýja heimkynninu né í því gamla. Ýms önnur dýr komust einnig til álfunnar, til dæmis frá Evrópu, en þangað

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.