Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 81 aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii á nokkrum eyjum við strendur Afríku, hún var ekki fleyg, og mað- urinn hefir orðið henni að bana. Hún var á stærð við stóran svan, en mjög silaleg að útliti; það var stærsta dúfan, sem lifað hefir. Af skriðdýrum er mikill fjöldi í Afríku, en fáar tegundir eru sérkennilegar fyrir álfuna. Alls staðar í skógunum eru kyrkislöng- ur. Þar er gleraugnaslangan, eitthvert mannskæðasta kvikindi jarðarinnar, þótt hún sé ekki nema um tveir metrar á lengd, högg- ormar eru þar einnig, og loks má nefna Nílar-krókódílinn, gekk- óna, dálitla eðlu, sem getur gengið neðan á loftum í húsum, alveg eins og fluga, og kameljónið, sem meðal annars er frægt fyrir að geta skipt litum, og rennt sínu auganu í hvora áttina. Tunga þess er mjög löng, framendi hennar er eins og kylfa, límugur mjög, enda veiðir dýrið skordýr sér til matar, með því að skjóta út úr sér tungunni á þau. 15. mynd. Kameljón (Camaeleo vulgaris). Ca. 30 cm. á lengd. í vötnum og ám álfunnar eru margir frumlegir og merkilegir fiskar, og skulu þar nefndir tveir, Nílargeddan og lungafiskur- inn. Nílargeddan er einn af hinum svonefndu gljáfiskum, en það er mjög merkilegur flokkur fiska, sem nú eru til mjög fáar teg- undir af, en einu sinni hefir staðið með miklum blóma. Hann er tengiliður á milli brjóskfiska og beinfiska, og auk þess er gert ráð fyrir, að elztu landdýr jarðarinnar af ættum hryggdýranna, nefni- lega froskdýrin, séu af gljáfiskum komin. Lungnafiskur sá, sem í Afríku býr, er þriðja og síðasta tegund lungnafiska, sem við mætum á ferð okkar um hnöttinn. Hann á heima í smá-ám og fljótum, sem liggja að Níl og Kongó. í þurrkatímum, þegar árnar þorna, grefur hann sig niður í leirinn, og gerir um sig einskonar 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.