Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 88

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 88
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Frá Grænmetisverslun rlkisins Ti) þess að kartöflur þær, sem Grænmetisversl un ríkisins kaupir, verði metnar sem góð og gild söluvara, þurfa þær að uppfylla eftirfarand skilyrði: 1. Kartöflurnar verða að vera þurrar og hreinar. (Ath.: Aldrei má hreinsa kartöflur með því að þvo þær eða bleyta). 2. Kartöflurnar eiga að vera sem jafnastar að útliti og stærð. Allar óvenjulega stórar vanskapaðar, grænar og skaddaðar kartöflur verða að vera skildar frá. Sömuleiðis frosnar kartöflur og sýktar. 3. Allt smælki þarf að vera skilið frá, þannig að kartöflur, sem ekki eru meira en 35 millimetrar í þvermál, nemi alls ekki meira en um 5°/0 af vörunni, og að engar kartöflur séu minni en 25 millimetrar í þvermál, 4. Kartöflurnar eiga að afhendast í 50 kílóa pokum, sem verða að vera þurrir, heili og þrifalegir. Skal vera vandlega saumað fyrir pokana og gerð á horn til að taka i, þegar þeir eru handleiknir. 5. Seljendur verða að láta fylgja kartöflunum greinilegar upplýsingar um hvaða af- brigði (tegund) þær séu. Ef um fleiriu afbrigði er að ræða i sömu sendingu, má ekki blanda þeim saman. Hvert afbrigði verður að vera vel sérmerkt, bæði með tegundarnafni og nafni seljanda, svo hægt sé að greina á milli þeirra, án þess að opna pokana. 6. Auk þess verða seljendur að gefa Grænmetisverslun rikisins aðrar upplýsingar við- víkjandi vörunni, eftir þvi sem óskað er, og verða má til þess að upplýsa um heilbrigði kartaflanna, gæði og geymsluþol.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.