Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 11
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
113
apríl í garðinum við bæinn. Þær hurfu aftur þann sama dag, en dag-
inn eftir sást þar þriðji fuglinn sömu tegundar ( í, ). 18. okt. sást enn
fjallafinka (%) á Kvískerjum og sömuleiðis 24. okt. ($). Sá fugl
dvaldi þar í vikutíma (Háldan Björnsson). Fuglinn frá 18. okt. var
skotinn, og hefur Hálfdan gefið hann Náttúrugripasafninu. Mál
hansvoru þessi: Vængur 92.0, stél 62.0, nef 12.5, rist 19.0, miðtá -þ kló
18.0 og kló 5.7 mm. Kyn fuglsins var ekki ákvarðað, en liturinn (og
vænglengdin) sýnir, að þetta hefur verið fullorðinn karlfugl ('6 ad.)
í vetrarbúningi. 14. júní sá höf. fjallafinku í Bæjarstaðaskógi. Hélt
hún sig í trjátoppunum og var stygg, en söng nrikið.
9. Gultittlingur — Emberiza citrinella citrinella L.
Hinn 4. jan. 1942 sá Kristján Geirmundsson l'ugl þessarar tegund-
ar í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Fugl þessi sást svo við og við næstu
daga í Gróðrarstöðinni og á túnum þar í kring. Hinn 11. s. m. tókst
Kristjáni að skjóta fuglinn, og hefur hann látið Náttúrugripasafnið
fá hann. Kristján segir, að fugl þessi hafi haldið sig mest í trjátopp-
unum i Gróðrarstöðinni, meðan hann var þar, en annars hafi hann
lialdið sig mikið með snjótittlingum, og tínt korn með þeim í kring-
um kornhlöðu Ræktunarfélagsins. Mál fuglsins voru þessi: Heildar-
lengd 162.5, vængur 86.0, stél 71.5, nef frá kúpu 14.0, rist 20.7, mið-
tá-f-kló 19.6 og kló 5.4 mm. Þyngd 36 g. Kynfæri fuglsins eyðilögð-
ust af skotinu, en samkv. lit og öðrum einkennum virðist þetta hafa
verið fullorðinn kvenfugl. Fuglinn var vel feitur. í liálsi og maga
hans voru byggkorn og auk þess sandur í maga.
Snernma í apríl 1942 sá Hálfdan Björnsson fugl á Kvískerjum í
Öræfum, senr hann segist varla geta verið í vafa um, að hafi verið
gultittlingur. Lýsing á fuglinum, sem ég hef fengið frá Hálfdani,
bendir einnig ótvírætt til þess, að um þá tegund hafi verið að ræða.
Tegund jressi er ný fyrir ísland. Á norsku og dönsku er hún köll-
uð Gulspurv, á sænsku Gulsparv, á jrýzku Goldammer og á ensku
Yellow Bunting. í samræmi við þessi nöfn mætti kalla hana gultittl-
ing á íslenzku.
Varpheimkynni gultittlingsins ná ylir mikinn hluta Evrópu og
Vestur-Síbiríu. Tegundin hefur verið klofin í 2 deilitegundir: E. c.
cilrinella L. og£. c. erythrogenys C. L. Brehm. Varpheimkynni deili-
tegundarinnar E. c. citrinella ná frá 70° i Noregi, Norður-Svíjrjóð,