Náttúrufræðingurinn - 1944, Qupperneq 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
123
16. Gráþröstur — Turdus pilaris L.
1942: í byrjun ársins sáust 2 gráþrestir á Akureyri. Héldu þeir til
í trjágörðum í innbænum þar til 7. apríl, að þeir sáust síðast (Kristján
Geirmundsson). Á Framnesi við Djúpavog sást gráþröstur 11. des.
(Sigurðúr Björnsson). Á Kvískerjum í Öræfum sáust 2 gráþrestir 17.
jan. 16. des. sást þar aftur gráþröstur, og daginn eltir sáust 3. 18.
des. sást þar gráþröstur við sjóinn úti á svonefndri Grjótfjöru, og var
liann að korna að landi. Um jólaleytið sáust loks um 10 gráþrestir á
Kvískerjum, en þeir hurfu fljótt aftur. Heimildarmaður minn (Hálf-
dan Björnsson) segir, að sér hafi virzt gráþrestirnir lifa mikið á
krækiberjum, þegar snjór var, því að hann hafi oft séð þá drita kræki-
berjahrati.
1943: Á Akureyri sáust 2 gráþrestir í Gróðrarstöðinni 14. nóv.
Dvöldu þeir þar í nokkra daga, en hurfu síðan (Kristján Geirmunds-
son). Hinn 5. nóv. sáust 2 gráþrestir í skóglendi við Sandvatn í norð-
vestur frá Mývatni (Jóhannes Sigfinnsson). Að Kvískerjum í Öræfum
komu 2 gráþrestir 20. okt., og 9. nóv. sáust þar aftur 2 gráþrestir
(Hálfdan Björnsson).
1 7. Söngþröstur — Turdus ericetorum 7subsp.
1942: Hinn 17. jan. komu 2 fuglar þessarar tegundar að Kvískerj-
um í Öræfum. Annar þeirra (Nr. 1) var skotinn þann sanra dag, en
hinn (Nr. 2) var skotinn þar 27. s. m. Báða þessa fugla hefur Háll-
dan Björnsson á Kvískerjum sent Náttúrugripasafninu.* Hinn 6.
marz sá Hálfdan enn söngþröst á Kvískerjum, og næstu daga sá hann
þar 3 fugla, sömu tegundar. Hinn 8. s. m. rak söngþröst (Nr. 3) eftir
austanrosa á svonefndri Grjótfjöru á Kvískerjum. Þann fugl hefur
Hálfdan einnig sent Náttúrugripasafninu. Þá um vorið fann Hálf-
dan einnig dauðan söngþröst á Kvískerjum, en hann var orðinn svo
skemmdur, að hann var ekki hirtur. Sennilega lrefur það verið einn
af þeim söngþröstum, sem sáust þar í marz. Loks sá Hálfdan söng-
* í Skýrslu Náttúrufiæðifélagsins 1941—1942, bls. 35 og 36, eru þessir tveir fyrstu
söngþrestir, sem Náttúrugripasafnið fékk frá Kvískerjum, talclir til síbirískrar þrastar-
tegundar, sem á vísindamáli heitir Turdus cunoinus og cr að ýtusti leyli alllík söng-
þrestinum. Þetta stafar af rangri ákvörðun fuglanna eftir greiningarlykli án þess að
stuðzt væri við ýtarlegar lýsingar á þessum tegundum, og leiðréttist þvi hérmeð.