Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 39
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
141
komi til grafar, verður að telja það mjög líklegt, að eittlrvað af makríl
hafi slæðzt hingað árlega, síðan liitna tók í sjóinn.
Síðasliðið sumar (1944) var makrílgengd við ísland óvenjulega
mikil, eins og nú mun verða sýnt, en því miður hef ég aðeins haft
fregnir frá ísafirði og Siglufirði. Væri mjög æskilegt að fá upplýsing-
ar um, hvort makríls hefur einnig orðið vart við A.-, S.- og SV.-land
að þessu sinni, og vil ég biðja góða menn, sem kynnu að geta bætt
við það, sem hér er sagt, að gera mér aðvart.
Samkvæmt bréfi frá Rögnvaldi Jónssyni, skipstjóra, liófu bátar á
ísafirði reknetaveiði í fyrstu viku ágústs. Þar til fram um miðjan
mánuðinn voru veiðarnar stundaðar ýmist úti á liafi eða í Djúp-
mynninu, og varð þá hvorki vart við makríl né túnfisk. Eftir það var
veiðin eingöngu stunduð á svæðinu frá Sandeyri á Snæfjallaströnd
inn með Æðey að Bredsskerjum, og fengu þá flestir bátanna lítils
háttar makríl. Mest bar á honum um mánaðamótin ágúst-september,
og veiddust þá 10—85 fiskar á bát nótt eftir nótt. Eftir 8. september
varð makrílsins ekki vart, enda fór þá veður að verða ókyrrt og síld-
veiðum að verða lokið.
Við N.-land varð makríls eigi heldur vart fyrr en síðast í ágúst.
Kringum 25. ágúst létti stormi, sem staðið hafði nokkra hríð og
hamlað síldveiðum mjög. Varð þá uppgripa afli á Skagafirði, og tók
strax að verða vart við makríl. Síðan barzt mest veiði af Grímseyjar-
sundi, og var makríllinn þar einnig fyrir. Lítur út fyrir, að makríls-
veiðin hafi náð hámarki dagana 7.-9. september, en þá var hún mjög
algeng, og mátti þá sjá margan manninn á götum Siglufjarðar með
væna makrílkippu í hendinni á leið lieim til sín. Reyndi ég að fá sem
gleggsta vitneskju um makrílmagnið og heppnaðist að ná í skýrslur
frá fáeinum bátum, og varð útkoman þessi:
7. september:
Við Grímsey ..................
S. scptember:
Út af Gjögri ........... rúml.
>>
’>>'
38 fiskar
100 -1
25 -
50 -
89 -
200 -
1) Frá þessu skipi sást makvíllinn vaða i torfum.