Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 6
124
STEFÁN EINARSSON
ANDVARI
bylurinn, sem Vilhjálmur, strákurinn, var nærri orðinn úti í, og var verri en
öll þau veður, scm liann lenti í norður við íshaf og norður í íshafi, þá er ekki að
furða þótt hann sæi það síðar, að hvergi gat hann fengið betra uppekli en cin-
rnitt þarna sem heimskautafari, þótt flestir Ameríkanar héldu vist, að íslenzk-
ur uppruni lians liefði dugað honurn betur til þess.
II
Hinsvegar virtist binn íslenzki arfur bans ekki sérlega vænlegur norður-
fara, en það var fyrst og fremst ást á bókum og skólagöngu. Sem Vestur-íslend-
ingur var Vilhjálmur að sjálfsögðu jafnvígur á íslenzku og ensku og gat því
lesið bæði Grænlands- og Vínlandssögurnar og Robinson Crusoe. Hvorugu
gleymdi bann, þegar bann kom að eyðieyju norður í íshafi. Auk þess lærði
hann ungur að lesa bæði dönsku og þýzku, og má það raunar merkilegt heita
um Vestur-Islending en ómetanlegt fyrir Vilhjálm að hafa aðgang að þessurn
frændmálum. Annars hneigðist hugur hans á þessum ungu árum strax mjög að
skáldskap. Gekk hann fyrst í barnaskóla í sveit sinni, en síðar í ríkisháskólann í
Grand Forks, þar sem honum leiddist kennslan eins mikið og nemandinn fór
í taugarnar á kennurunum, enda var hann hrekkjóttur mjög. Var hann rekinn
úr skóla í rnarz 1902. Vildu margir félagar hans ganga úr skóla með honum,
því að hann var rnjög vinsæll af þeim, enda ágætur ræðumaður og góður félagi.
Kusu þeir hann fræðslumálastjóraefni demókrata, þótt hann hefði ekki lög-
aldur til þess, enda féllu demókratar en repúblikanar unnu. En á þcirn árum
voru demókratar í Mið- og Norðurríkjunum tæplega algengari en ferhyrndir
hrútar á íslandi.
III
Nú fór Vilhjálmur að snúa sér að því að verða baccalaureus artium (Bachelor
of Arts), en það veitir aðgöngu að háskólanámi (MA og Ph D; hann varð MA
í Harvard) eins og stúdentspróf hjá oss, þótt á annan hátt sé. Skrifaði bann í
allar áttir eftir kcnnsluskrám skóla, sem vildu leyfa honum að taka prófin jafn-
skjótt og hann þættist tilbúinn sjálfur. Þetta er venjulega þriggja ára nám, en
Vilhjálmur lauk því á einu í háskólanum í Iowa í júní 1903. Hafði hann þá
lesið aðallega germönsk mál, forna íslenzku (3. árs), norsku (3. árs), þýzku (2.
árs), sænsku, latínu, íorn-ensku, en spönsku aukreitis. Var þctta eins og hann
segir sjálfur langur listi, en náminu lauk hann á einu ári. Hefur þctta þótt ein-
stætt námsafrek í amerískum námsannálum. Ég efast þó um, að það hafi verið
miklu erfiðara en að taka fjórða, fimmta og sjötta bekk á tveim árum eins og
ýmsir beztu námsmenn gerðu á mínum dögum.