Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 42

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 42
160 BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON ANDVARI latnesk fræði, einkum skáld. Skýringar þær, sem hann samdi á latínu við Brá- vallarímur, sýna, að hún hefur verið hon- um vel tiltæk. í Rútukvæði notar hann efni úr Danasögu Saxa. Arni var ágætur skrifari, enda er mik- ill hluti skáldskapar hans til í eigin handarritum, og í handritum, sem hann hcfur eftir sig látið, eru einnig ýmsar rímur annara skálda og margt fleira eftir aðra, gamalt og nýtt. Elzt skáldskapar, sem geymzt hefur eftir Arna Böðvarsson, er Hugaríma ort 1733. Elni hennar er ómerkileg dæmi- saga og ólíkt þeim rímnaefnum, sem hann valdi sér síðar á ævinni, enda nefnir hann hana ekki, þar sem hann telur rímur sínar að ævistarfi svo til loknu í mansöng þrettándu rímu af Agnarsævi. 1 mansöng sjöundu Brávallarímu segist hann af glópsku ungrar tungu hafa ort rímur, sem ekki sé ráð að nefna, og nrá telja víst, að meðal þeirra sé Hugaríma, þó að hann bindi í henni nafn sitt. í flokk slíkra rímna mun einnig skipað rímum af Jóni leiksveini, sem Hálfdan Einarsson og Þorsteinn Pétursson segja, að Arni hafi ort, og segir Hálfdan að þær hafi verið átta. Treysta má samhljóða vitnisburði svo merkra fræðimanna, en i rímnatali sínu nefnir Árni ekki Jóns rímur leiksveins, og nú eru þær ekki til eftir hann. Virðist að mestu hafa farið eltir óskum hans um rímur þær, sem hann vildi láta hyljast gleymsku. Að vísu telur hann ekki fram Grobbiansrímu þá, sem hann orti að mestu leyti og enn er til, en um Grobbiansrímur gegnir sér- stöku máli. Þær eru öfugmæla heilræði, enda öðru nafni kallaðar Háðgælur, og þeir, sem þær ortu, voru ekki vanir að leggja beinlínis nöfn sín við þær, þó að þeir hafi hvorki viljað láta þær gleymast né hirt að dylja hverjir ortu. Óvíst er, hvenær Árni orti Grobbiansrímu sína. Tveim árum eftir að Árni orti Huga- rímu orti hann kvæði undir fornyrðislagi, sem hann nefnir Álfamál og bindur nafn sitt í kvæðinu. Það á að vera kviða kveðin Óðni ort að fyrirmynd Völuspár. Hana hefur Árni þekkt úr útgáfu Resens af eddukvæðum, en auk hennar notar Árni tvö eddukvæði önnur, Vegtamskviðu (Baldurs drauma) sem hann hefur þekkt úr hók eftir Thomas Bartholin, og Þryms- kviðu, sem Árni hlýtur að hafa þekkt úr handritum, því að hún var ekki fyrr prentuð en í fyrsta bindi Sæmundar- Eddu 1787, ellefu árum eftir lát hans. Fróðleikur hans í goðsögnum er furðu- mikill, þegar um rúmlega tvítugan rnann er að ræða, þó að skólagenginn væri, því að ekki var norræn goðafræði lesin í skól- um hinna gömlu biskupsstóla. Það kemur víða fram í skáldskap Árna, að hann hef- ur mætur á eddukvæðum. Þó er hann ekki hrifnari af heiðnum goðum en svo, að í Álfamálum lætur hann Óðin detta af baki og nefbrotna, þegar hann ríður Sleipni á fund völvunnar, scnr frá er sagt í Vegtamskviðu. Árni er ekki blind- ur dýrkandi fornaldar, þó að hann velji sér forn yrkisefni og reki ætt sína til Völsunga. Ekki er fleira af skáldskap Árna Böð- varssonar en Hugaríma og Álfamál tíma- sett fyrir 1740. Ekki þarf að efa, að hann hafi ort meira fram að þeim tíma, en yngra mun flest vera, sem geymzt hefur cftir hann. Upp úr 1740 hefjast þær rímur Árna Böðvarssonar, sem hann kannaðist við á efri árum, og eru þær allar til enn. Mikill handritafjöldi sýnir vinsældir þeirra og allar eru þær til í eiginhandarritum skálds- ins, sumar í mörgum. Fernar rímur eftir Árna hafa komizt á prent. Hann tíma- setur allar rímur sínar nema sinn hluta af Ulfarsrímum. Oftast greinir hann í lok hverra rímná ártalið, þegar þær eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.