Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 52
170
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
ANDV.VM
Þriðji og síðasti kafli kvæðisins er með
lagboða „Ogmundur er í fyrtum“. Þar
segir frá því, er Fortuna gefur skáldinu
leyfi að fara aftur á vit jarðarbúa eftir
að það hefur beyrt beillaóskir æðri krafta
ungu hjónum til banda. Merkúríus flytur
skáldið til jarðar. Það vaknar af draumi
sínum og leiðslu, er þá statt mitt á meðal
brúðkaupsgesta og lýkur kvæðinu með
heillaóskum til brúðhjónanna.
Fyrsta ljóðlína þessa kvæðis, „Vel sá
drekkur, vel mun sofa“, er þýðing á latn-
eskum talshætti, sem Holberg notar í
leikritinu Erasmus Montanus.
Hitt brúðkaupskvæðið, sem til er eftir
Árna Böðvarsson, er ort af því tilefni,
að Jón sýslumaður Árnason hélt heima
hjá sér á Ingjaldshóli brúðkaup tvennra
hjóna. Fyrirsögn: „Brullaups vísur Árna
Böðvarssonar á Ingjaldshóli kveðnar
1760“. Það er sameigið þessum vísum og
kvæðinu, sem lýst er hér á undan, að
brúðkaupið vekur eftirtekt utan mann-
anna heims, en nú eru það ekki uppheima
nornir og gyðjur, sem hrífast af veizlu-
dýrðinni, heldur Bárður Snæfellsás og
skcssur úr sögu hans. Hetta tröllkona
vckur Bárð og segir:
Heill veri þú Bárður,
I letta kom úr Enni.
Hún segir, að nú dynji fold af gleði,
en Bárður spyr hvað títt sé á Hóli. Hún
svarar að þar sé mikil hátíð, tvenn brúð-
hjón séu snman vígð. Bárður spyr um
nöfn brúðgumanna, en hún segir, að þeir
heili Hákon og Þorvarður. Síðan sendir
skessnn Hít aldið skáld frá Ökrum til
að flytja brúðhjónunum kvæði. Ekki eru
greind nöfn brúðanna, en lofinu um
Jón sýslumann cru varla takmörk sett.
Hákon og Þorvarður hafa sennilega
verið bændur einhvers staðar á Snæfells-
nesi.
Næst á eftir rímum sínum er Árni
Böðvarsson frægastur fyrir níðkvæði.
Meðal samtíðarmanna hans hefur leikið
orð á því, að hann væri munnhvatur að
yrkja níð. Gísli Konráðsson segir, að
hann væri all frekyrður í vísum sínum
og stundum í gamni. Segir Gísli sögu af
því, er nágranni Árna, Helgi að nafni,
braut fyrir honum torfljá. Árni var hag-
ur á járn og fór í smiðju annaðhvort til
að sjóða brotin saman eða smíða nýjan
torfljá, og heyrðu menn hann þá mæla
fyrir munni sér:
Nauða bágur bjakarinn,
bónda hrörið Helgi minn,
meinslysnasta mannkindin,
mölvaði fyrir mér torfljáinn.
Segir Gísli, að þeim, sem til heyrðu, hafi
þótt Árni mjög hlífast við Helga, enda
væru þeir kunningjar. Má af þessu marka,
að menn hafi ckki verið vanir mikilli
hhfð hjá Árna, cf honum rann í skap.
Tvö kvæði eftir Árna Böðvarsson, sem
kölluð eru brúðkaupssálmar, eru háð eitt
og níð um brúðhjón og gesti þeirra.
Annað þessara kvæða mun vera ort meðan
hann átti heima á Snæfellsnesi. Svo virð-
ist, sem hjónin séu gefin saman af próf-
asti á Helgafelli. Brúðguminn er nefndur
Hofstaða Gvendur, og gæti það verið
Guðmundur sá Guðmundsson, sem skráð-
ur er meðal bænda á Hofstöðum í Helga-
fellssveit í bændatali frá 1736. Kvæði
þetta er í handritum ýmist nefnt sálmur
kveðinn af Árná Böðvarssyni eða Brúðar-
gildið. Fyrsta ljóðlína: „Biður mig þjóð“.
Annað vers þessa sálms hljóðar svo:
Ef köld kæluhríð
kemur, þá vona menn eftir á blíð
að veðráttan snúist sem vanalegt er,
varð það nú eins fyrir manninum hér,
Hofstaða Gvendi, sem hátt nafnið bar
og hrygglinur var,
og hrygglinur var.