Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 120
238
ÍSJÖRN O. RJÖRNSSON
ANDVAlll
mcð nafninu „Herúla-akrarnir“. Ekki er
nein ástæða til að efa, að Erúlar hafi
notið mikilsvirtrar og áhrifamikillar að-
stöðu á Ítalíu um daga Odovacars, en hann
ríkti þar eina tvo áratugi. Þetta er þriðja
hjónaband Guðrúnar Gjúkadóttur. En
liið fyrsta hjónaband hennar, með Sig-
urði Fáfnisbana, sem hún clskaði sem
lífið i brjósti sér, var fullvalda ríki Erúla
við Svartahaf (Asovshaf), sem stóð aldar-
langt cða svo — þangað til Ermanarik
Gota-konungur gcrði það, mcð ofurefli
sínu, skattskylt sér, auðvitað cftir hörð-
ustu mótspyrnu af Erúla hálfu. Það var
ekkjustand Guðrúnar.
Það, að Jörmunrekur tróð, ásamt föru-
ncyti sínu, Svanliildi, dóttur Guðrúnar
og Sigurðar, undir hestahófum til bana,
gæti samsvarað því, að Ermanarik bcitti
hervaldi sínu til að fótumtroða og að engu
gcra fullveldi þess ríkis.
Það voru einnig Gotar, sem bundu enda
á vcg Erúla og völd á ftalíu. Aust-Gotar
réðust inn í landið, undir forystu Thco-
dcrics mikla (Þjóðreks; Þiðreks af Bcrn,
þ. e. Verona). Er það mál sagnlræðinga,
að ckki séu miklar líkur til, að hann hefði
náð landinu af Odovacar, ef Vest-Gotar
hefðu ekki komið til liðs við hann. En
jafnvel með þeirra atfylgi var aðstaða hans
gagnvart Odovacar ekki sterkari en það —
þótt honum veitti þá orðið betur, — að
hann «*á sér þann vænstan að gera við
hann samning um að þcir skyldu ráða
ríkinu saman, báðir jafnt. En að veizlu
mikilli, er hann þá gcrði Odovacar og
forystuliði hans, myrti hann Odovacar,
og lét drepa menn hans um alla ftalíu
eftir því sem til náðist — m. ö. o. fyrst
og fremst Erúla.
„Þar féll Sörli
at salar gafli,
en Hamðir hné
at húsbaki."
Vcrður því neitað, að hér sé um að ræða
sagnfræðilegan atburð, sem hreint og
bcint myndi — ef skoðaður væri sem
undirstaða niðurlagsorða Hamðismála —
gcra þau í sörnu svipan sem bráðlifandi
og sjálflýsandi af pcrsónulegri tilfinningu
manns, er var félagi hinna föllnu — scm
skáld, fulltrúi þjóðar, cr Gotar höfðu tví-
vcgis leikið hart?
„Vcl liöfum við vegit,
stöndum á val Gotna
ofan, cggmóðum,
sem ernir á kvisti.
Góðs höfum tírar fengit,
þótt skylirn nú eða í gær deyja;
kveld lifir maðr ekki
eftir kvið norna."
„Góðs höfum tírar fcngit"! Ilversu
skiljanleg verða ei þessi orð í munni Odo-
vacarsherúla í morðahríð Theoderics! Og
hver skylcli hafa haft ástæðu til að ncfna
„kvið (dóm) norna", cf ckki Odovacars-
herúli um þær mundir?
En nú er kvæðið um Jörmunrek og
ckki Þjóðrek. Ja, það skyldi nú vera! Ekki
voru allir Ítalíuherúlar drepnir á þess-
ari Bartholomeusarnótt þjóðflutningaald-
ar. Sennilega hafa ýmsir þeirra m. a. s.
fengið að lifa áfram í ríkinu með því að
sverja Theoderic hollustueiða — og tekið
þann kostinn. En þá dugði ekki að yrkja
hálfgert níð um einvaldann — opinskátt.
Theoderic er níddur í Hamðismálum —
án stóryrða — undir nafni Jörmunreks,
og notuð til þess gömul, alkunn saga,
sem þekkt cr í fáeinum afbrigðum — m.
a. skráð í Gota-sögu Jordaness, en hann
skrifaði hana á (lélegri) latínu á seinni
árum Gotaveldis á Ítalíu eftir merki-
legu latnesku sagnfræðiriti, sem að öðru
cr farið forgörðum (Cassiodorus).
Dulbúin níðrit og sögufalsanir munu
hafa verið ekki með öllu óalgeng fyrir-
brigði meðal germanskra þjóða til forna,