Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 53
ANDVARI
ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD
171
AnnaS brúðkaupskvæði, sem ekki er
ort af betra hugarþeli, er í handritum
ýmist nefnt Blánefssálmur, brúðkaups-
sálmur Blánefs eða aðeins brúðkaups-
sálmur. Þar eru auk brúðhjóna hafðir að
skotspæni ýmsir gestir þeirra, og sýna
bæjanöfn, að þeir eru úr Hraunhreppi á
Mýrum. Má því telja vist, að kvæði þetta
sé ort eftir að Arni var kominn að Okr-
um, enda er það í einu handriti tímasett
1750 eða 1755. Ekki hefur Árni horið
vinarhug til allra svcitunga sinna. Gísli
Konráðsson segir, að tvennum sögum fari
um tilefni Blánefssálms. Segi sumir, að
Arni reiddist, er hann var ekki boðinn
í brúðkaup, en aðrir, að brúðurin sviki
hann um trúlofun, áður hann hæði Ing-
veldar. Hér skal tekið upp fyrsta vcrs
Blánefssálms:
Fagna þú, Blánefs brúð,
bú þig í silki og skrúð,
og Blánefr ekki síður,
Eysteinn jarl til þín ríður
og systir þín sú stolta,
Sölveig, bryðjan Einholta.
Tveim níðkvæðum Árna er stefnt gegn
Halldóri Brynjólfssyni, sem biskup var
á Hólum 1746—52. í hvorugu kvæðinu
er biskup nefndur með nafni, en aug-
ljóst er, að við hann er átt. Eru notaðir
allir liöggstaðir, sem kunnugt er að fund-
izt hafi á Halldóri biskupi, og raunar
margt sagt, sem crfitt mundi að finna
nokkurn stað. Mjög er sveigt að grun-
samlcgri barneign Þóru Björnsdóttur,
konu Ilalldórs. Hann sigldi til biskups-
vígslu haustið 1745, cn kom heim úr
siglingu í júlímánuði 1746. Þóra biskups-
frú ól barn á jólum 1746, og þótti ólík-
legt, að Halldór gæti verið faðir þcss.
Voru ýmsir bendlaðir við faðernið, og
munu sumir hafa grunað Árna Böðvars-
son. Elafi slíkur grunur verið undirrót
að níðkvæðum hans um I lalldór hiskup,
hefur það ranglátt verið, svo mjög sem
biskup lagði sig fram um að þvo hór-
dómsorð af konu sinni. En þrátt fyrir
margt, sem rangt er og þarflauslega
svæsið, hljóta nútímamenn að hafa samúð
með sumum viðhorfum Árna til almennra
málefna.
Annað kvæðið er alllangt, 33 erindi,
og nefnir skáldið það Nýju spurning-
arnar. Þetta nafn er valið til að minna
á spurningakver það eftir Pontoppidan,
sem Halldór biskup hafði þýtt og bar
titilinn Sannleiki guðhræðslunnar, en
var kallað Rangi Ponti vegna þess, hve
málið var ambögulegt. Kvæðið cr að mestu
lcyti í spurningaformi eins og nafnið gef-
ur til kynna, en víða er við komið. Þar
kemur frarn andúð gegn trúmálastefnu
þeirri, sem Halldór var biskup skipaður
til að fylgja. Hann varð biskup fyrir til-
stilli Harboes, en þó að Harboe næði ást-
sældum íslendinga, náði trúmálastefna
hans, heittrúarstefnan, sem á erlendum
málum nefnist pietismus, aldrci að festa
rætur hér. Á árunum 1745—46 var gef-
inn út fjöldi tilskipana i anda þeirrar
stefnu ,enda segir Árni, að Norðurlönd
séu „orðin næsta pappírsþrotin". Hann
sveigir sérstaklega að gapastokknum, sem
samkvæmt þeim tilskipunum átti mjög
að nota. Ilér skulu tekin upp þrjú crindi
úr kvæðinu:
Hver mun færður helzt í smokk
og hafa verstu lýti,
þá gamli Satan gapastokk
gjörir sér fyrir Víti?
Hver er sá, sem hræsna kann?
Hvar er hans borð og diskur?
I lver er sá, sem enginn ann?
Einhver píetiskur.
Eg vil spyrja einhvern þann
ört sem lítur drápu:
I lver er sá, sem kallast kann
kokkáll ba'ði og snápur?