Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 100
218
ERIK S0NDERHOLM
ANDVARI
somnierfestcn" (í „Tornebusken") og
„Ventesalen" (í „Agerhönen"), lýsir höf-
undurinn kostgæfilega þeirri vonzku, sem
í manninum býr, einmanaleik hans og
rótleysi, og í þessum tveimur miklu smá-
sögum, sem tvímælalaust eru hámarkið
á liöfundarferli hans, varpar hann annars
vegar ljósi yfir lausnina frá þessari bölv-
un, hins vegar vísvitandi forherðingu í
vonzkunni, sem leiðir manninn út í hinn
ófrjóasta níhilisma. Smásagnasöfnin tvö
eru mjög fjölhreytileg, allt frá einföld-
um frásögnunr í alþýðustil og léttum og
lausbeizluðum ævintýrasögum til djúp-
hugsaðra symbólskra sagna og djarf-
lega uppsettra og snilldarlega fram-
kvæmdra listrænna tilrauna.
í skáldsögunni „Lpgneren" kryfur hann
þetta viðfangsefni enn á ný. Aðalpersónan
kallast lygari, af því að hann vill ekki
finna sjálfan sig Iieiðarlega, en lokar í
þcss stað augunum og lætur skeika að
sköpuðu. Hann er tákn nútímamannsins,
sem einkennist af rótleysi, einmanaleik
og skorti á ábyrgðartilfinningu, og allt
birtist þetta í hverju tákninu á fætur
öðru. Hann er látinn renna skeið sitt allt
og endar í algjörum níhilisma, í vonzk-
unni vonzkunnar vegna, sér og viður-
kennir gjaldþrot sitt, snýr við blaðinu og
gengst undir sína mannlegu ábyrgð, og
þá finnur hann aftur sjálfan sig, en stend-
ur þá báðurn fóturn í hinni rótföstu, sam-
stilltu, ábyrgu og einsteyptu gömlu menn-
ingu. Stíll bókarinnar er meistaralega unn-
inn, innilegur og lágróma tónn, en sums
staðar ástríðuþrunginn, og höfundurinn
hefur af list og nærfærni fléttað ókjcir af
lilvitnunum til sigildra danskra skálda inn
í verk sitt, en það varpar alls staðar sér-
stökum ljóma yfir stilinn í augum víð-
lesins (dansks) lesanda.
Á næstu árum og til ótímabærra ævi-
loka sinna helgaði M. A. H. sig alþýð-
legum sögulegum ritum og auk þess
nokkrum ferðasögum. En nokkurn veg-
inn samtímis því að Martin A. Hansen
lét staðar numið á sviði fagurra bók-
mennta, sneri H. C. Branner eftir nokk-
urra ára þögn, sem orsakaðist af kvíða og
öryggisleysi binnar mannlegu kreppu
tímabilsins, aftur heim til bókmenntanna.
Hans Christian Branner fæddist árið
1903 i Ordrup, og var faðir hans rektor
við menntaskólann þar. Hann tók stú-
dentspróf, en notaði sér það ekki. Þess
í stað réðst hann að bókaforlagi í Kaup-
mannahöfn og vann þar í tiu ár, unz
hann skyndilega rauf þann feril til þess
að lifa sem rithöfundur og það áður en
hann lét nokkuð frá sér fara. Nokkrum
árum seinna gaf hann út fyrstu skáld-
söguna „Leget0j“ (1936), er lýsir leik-
fangafyrirtæki, sem í rauninni er tákn
þjóðfélagsins. 1 þessari frábærlega vel
gerðu sögu hittum við þegar fyrir aðal-
viðfangsefni Branncrs: baráttu hins ein-
mana og veika gegn þeim sterka, sem
þrátt fyrir bolabrögð sín lýtur þó venju-
lega í lægra haldi fyrir fulltrúa veikleik-
ans. Því að ósérplægin gæzka hans og
sjálfsfórn hefur af mannlegum ástæðum
í sér fólginn styrk, sem getur bugað vald-
beitingarmanninn, þar sem valdsgræðgi
hans er oftast veikleikamerki, sprottið af
minniináttarkennd, hræðslu eða ónátt-
úruæði. Þessar frumkveikjur fyrstu sög-
unnar sjást aftur í næstu skáldsögum, en
af þeim er einkum „Drdmmen onr cn
kvindc" (1941) umtalsverð vegna tauga-
spennu í mannlýsingu og sundurgrein
ingar mannlegrar kreppu. Eins og hjá
M. A. H. lýsa skáldsögur þessar öðru
fremur frelsandi þróun einstaklingsins,
hvernig hann finnur sjálfan sig, en Bran-
ner, sem er Kaupmannahafnarmaður,
finnur ekki leiðina út úr ógöngunum i
bændamenningu og kristindómi eins og
Martin A. Idansen. Hann finnur aftur
á móti sitt hellubjarg í innilegri samúð