Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 87
ANDVARI
ATHUGANIR Á STÍL HÁVAMÁLA
205
30 b, 31—32, 33 b. 34, 35 b). Viðteng-
ingar- eða skal-mynd (modal form) kem-
ur hinsvegar fyrir í samtals átta vísuhelm-
ingum (1 a, 6 a, 15, 19 a, 30 a, 33 a,
35 a). I næstu 32 erindum (36—67) eru
samanlagt 36 vísuhelmingar í framsögu-
hætti (36—37, 38 b, 39, 40 b, 41 b, 47—
51, 52 b, 53, 54 b, 55 b, 57, 58 b, 59 b,
60, 62, 64 b, 65, 66). f modal-mynd eru
hinsvegar 25 vísuhelmingar (38 a, 40 a,
41 a, 42—46, 52 a, 54 a, 55 a, 56, 58 a,
59 a, 61, 63, 64 a). Idér cru því einnig
miklu lleiri setningar í framsöguhætti,
en munurinn er sýnu rninni. Einkum er
títt, að áskorun i modal-mynd í fyrri vísu-
helmingi fylgi staðhæfing í framsögu-
hætti í hinum síðari. Þetta er svo algengt,
að heppilegt væri að setja þvílík erindi
í sérstakan flokk. Ileil erindi í modal-
mynd eru tiltölulega sjaldgæf (15, 56, 61).
Lok kvæðisins (erindi 65—72, 76—77)
eru í framsöguháttarmynd. Vér látum
erindin 78—79, 84 og 103 liggja hér
rnilli hluta, þar sem það er með öllu óvíst,
í hvaða sambandi þessi „stöku erindi“
hafa upprunalega staðið, jafnvel þótt lík-
legt virðist, eða minnsta kosti hugsanlegt,
að þau hafi tilheyrt Hávamálum I.
7.
Ef vér gerum oss þess ljósa grein, hvað
í því felst, að Hávamál I hafa frá byrjun
á engan liátt verið viðriðin þá hugsmíð,
sem býr í nafninu Hávamálum, orðurn
hins 1 láva, þá erum vér áreiðanlega miklu
nær réttum skilningi á sérleik þeirra og
uppruna. Eins og flest Eddukvæðin, hafa
Hávamál I — meðan þau lifðu einungis
á vörurn manna •— verið í epískri um-
gerð, sem alla daga hefur greint, hvern
menn hugsuðu sér mælandann vera og
við hvaða aðstæður hann talaði. Sá, sem
kunni kvæðið og hafði það yfir, hefur
ekki tekið að þylja formálalaust; hann
hefur kynnt áheyrendum, hvað nú væri
á seyði. Gott dæmi um þetta er Grímnis-
mál, sem að mestu er goðsögulegt fræði-
Ijóð. Kvæðið er ofið inn í goðsögulega
frásögn í óbundnu máli og skírskotar til
hennar bæði að upphafi (1.—3. erindi)
og lokum (51—53).
Frásögn umgerðarinnar kann samt að
hafa verið einkar einföld og því ekki talið
nauðsynlegt að skrásetja hana. I lún hef-
ur ekki haft neitt sérstakt fastmótað form.
Sá, sem þuldi kvæðið, hcfur byrjað fram-
sögnina með fáeinum óbrotnum orðum,
sínu sinni hverjum. Þannig er þessu
greinilega farið urn Völuspá. Og að lík-
indum gildir hið sama um Ilávamál I.
1 fyrstu erindum kvæðisins verður þó
greind ljós skírskotun til epískrar um-
gerðar utan við kvæðið sjálft. Þau geta
tæplega skilizt á annan veg. Það er gest-
ur, sem mælir, ferðalangur, sem gengur
inn í húsið. Hann heilsar: Gefendur
heilir! Hann biður um varma, mat og
þurr klæði (3.—4. erindi). Ef til vill eru
crindin 2—4 upphafleg byrjun kvæðis-
ins, svo scm þeir Guðbrandur Vigfússon
og Ivar Lindquist hafa gert ráð fyrir.
Þetta er hluti umgerðarinnar, og síðan
verður kvæðið hreinræktað eintal, ná-
kvæmlega eins og í Grímnismálum. Fyrsta
erindið (Gáttir allar . . .) hefur þá af
einhverjum samsteypumanni eða afritara
verið rifið úr samhengi sínu aftar í kvæð-
inu (frá 7. eða 38. erindi, sem bæði eru
skyld að efni?).
Ilinn nýkömni gestur hefur síðan
fræðslu sína: Vits er þörf, / þeim er víða
ratar. Vit er sarna og reynsla, kunnátta,
mannþekking. Þetta er aðeins léð þeim,
sem víða hefur farið og séð, hvernig
menn lifa í öðrum byggðum og löndum.
Sá einn veit, er víða ratar / ok hefr fjöld
of farit, / hverju geði / stýrir gumna
hverr (18). Dælt er heirna hvat (5). Þetta
er einnig vörn ferðalangsins fyrir því, að
hann tekur nú til máls og miðlar öðrum