Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 17
ANDVARI
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON NORÐURFARI
135
Sjálfsævisagan á að koma út í maí lijá Mc Graw Hill. Er það auðvitað
clckja hans, sem sér um útgáfuna.
Svo sem við er að búast hlotnaðist Vilhjálmi þeim mun meiri heiður sem
hann bar af öðrum heimskautaförum um sína daga. Helzt mundi honum jafnað
við þá beztu eins og Peary og Fridtjof Nansen. Alls þessa er getið í formála
Heimskautalandanna unaðslega og er vitnisburður Pearys gamla einkum merki-
legur: „Starfsaðferð hans var sú að nota lieila og gáfur, þol og viljaþrek hvítra
manna og auka þar við veiðilist eða heimskautalist Eskimóa — að komast á
það lag að lifa af því, sem svæði þau, er hann fór um, höfðu að bjóða — og
jafnframt framkvæma þau rannsóknarstörf, er hann ætlaði sér.“ Fyrir þetta fékk
hann bréfaða þökk Kanadastjórnar. Fyrir þetta fékk hann líka gullmedalíu frá
Ameríska landfræðifélaginu í New York, Alþjóða landfræðifélaginu í Washing-
ton, landfræðifélögum í Chicago og Philadelphíu, Konunglega landfræðifélaginu
í Fondon, landfræðifélögum í París og Berlín. Auk þess var hann tvisvar gerður
forseti í Explores Club í New York og eru það einsdæmi. The American
Philosopical Society at Philadelphia gerði hann að heiðursfélaga sínum, sömu-
leiðis Hið islenzka bókmenntafélag og Þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi. Hann var gerður heiðursdoktor í háskólanum í Michigan 1921, í háskól-
anum í Iowa 1922, háskólanum í North Dakota 1930, M. A. í Harvard háskóla
1923, heiðursdoktor háskóla íslands 1930, heiðursdoktor Florida Southern LTni-
versity 1945, Dartmouth 1959. Riddari af fálkaorðunni 1939.
Af bókum ekki nefndum áður eru Northwest to Fortune 1958 og The Fat
of The Land 1956.
Að lokum get ég ekki orða bundizt um þá óskemmtilegu sögu, að hann
hafi boðið Islending um safnið fyrir 6 milljónir króna og þeir ekki viljað. Er
sárgrætilegt til þess að vita, að þjóðin skuli neita svo góðum tækifærum og
sóma sínum.