Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 50
168
I3JÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
ANDVARI
Ekki verÖur sagt, að í kvæði þessu sé
mikil andagift, en það er allmerk heim-
ild um uppeldi kvenna og menntun
þeirra til munns og handa á átjándu öld.
Auðsjáanlega er átt við konur af heldra
fólki og einkum lýst því, sem bezt gerð-
ist. Þó segir Árni, að ekki sé alltaf mikl-
um auði til að dreifa hjá fólki því, sem
um ræðir í kvæðinu. Mjög loflega er
kveðið um góðar húsmæður og stöðu
þeirra, eins og hún var á þeim tímum,
þegar hvert heimili varð að vera sjálfu
sér nóg með öðrum hætti en nú á dög-
um.
Árni kvaðst hafa ort ,,þetta ypparlega
íslands kvenna lof við einhver mátuleg
lelegheit". I kvæðinu segist hann vera
efra aldurs. Það er til í eiginhandarriti
Árna, sem hann sendi Jóni Jakobssyni,
sýslumanni í Eyjafjarðarsýslu, árið 1770.
Hér að framan er minnzt á Sigurð Jóns-
son, sem hjálpaði Árna, þegar hann rak
í vörðurnar að kveða Haralds rímur
Hringsbana. Eftir Sigurð eru vísur í
kveri Árna í Lbs. 2409, 8vo, svo auðsætt
er, að kynni þeirra hafa byrjað fyrir 1746.
Eftir Sigurð eru ýmis kvæði og vísur í
handritum Landsbókasafns. Idann er í
sumum handritum nefndur skáldi. Hans
er fyrst getið í Dalasýslu. Á Svínahóli
þar í sýslu dagsetur hann 26. nóvemher
1753 ljóðabréf til Benedikts Hanesson-
ar, sem síðar varð prestur til Miðdila-
þinga, og getið er Sigurðar í þinghók
Dalasýslu 1758. Síðar fluttist hann suður
í Borgarfjörð, hjó á Kollslæk og var enn
á lífi 1774.
Það var tízka á átjándu og nítjándu
öld, að skáldmæltir menn skiptust á sendi-
bréfum í Ijóðum. Svo gerðu þeir Árni og
Sigurður, og einnig ortu þeir hvor til
annars lofkvæði, sem þcir nefndu skáld-
vinardrápur, sína drápu hvor, Þær cru
undir runhendum hætti og skiptast í
stefjamál að miklu leyti eftir fornurn regl-
um. Fyrirmyndin mun eiga að vera
Höfuðlausn Egils. 1 skáldvinardrápum
þessum er rnikið torf og sumar kenningar
lítt eða ekki skiljanlegar, en drápa Árna
veitir þá vitneskju um Sigurð, að hann
hefur verið fæddur í Eyjafirði. Drápa
Sigurðar mun vera ort einhverntíma á
árunum 1746—49, og sennilega er drápa
Árna álíka gömul.
Ljóðabréf þeirra Árna og Sigurðar cru
undir rímnaháttum. Geymzt hafa fjögur
slík bréf frá Árna til Sigurðar og eitt frá
honum til Árna, en bréf Sigurðar munu
hafa verið fleiri. Ekkert þessara lióða-
hréfa er tímasett, en eitt af hréfum Árna
er augljóslega skrifað cftir að hann var
kominn að Okrum og kvæntur Ingveldi.
Vinátta hefur verið með Árna Böðvnrs-
syni og Sveini lögmanni Sölvasvni. Þcir
ortu hvor um annan lofkvæði í langloku-
formi, og eru þau jafnlöng, 23 vísuorð
hvor langloka. Kvæði Árna er ort 1754
eða síðar, og ekki getur kvæði Sveins
verið ort fyrr cn 1753. Þau eru hæði til
í handriti Árna.
Þess er getið hér að framan, að óspart
lofar Árni Jón sýslumann Árnason í man-
söngum rimna, sem fvrir hann cru ortar.
Þó er lofdýrðin um sýslumann enn meiri í
hrynhendu kvæði, sem Árni orti til hans
og nefndi Haustlöng eftir frægu kvæði
Þjóðólfs úr Hvini, skálds Haralds hár-
fagra. Auðvitað velur Árni þetta nafn
kvæði sínu til skrauts og sýslumanni til
vegsemdar, en ekki sést, að kvæði Þjóð-
ólfs sé stælt. En svo mikið er lofið um
sýslumann og svo dýrlegar kenningar eru
um hann hafðar, að ekki mun lengra
pengið í neinu konungskvæði fornu. Hér
skal upp tekinn fvrri helmingur fvrsta
erindis: