Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 92
POUL P. M. PEDERSEN:
TVÖ LJÓÐ
Nafn danska skáldsins Poul P. M. Pedersens mun þegar mörgum íslend-
ingum kunnugt. I fann hefur um langt skeiíi fengizt viö það, mcð öðrum rit-
störfum, að þýða á danska tungu ljóð annarra þjóða. Nú síðast vinnur hann
að útkomu stórrar sýnisbókar íslenzkra Ijóða. Vcrður útgáfan studd af dönsk-
um, norskum og íslenzkum útgefendum. Undanfari þessa safns íslenzkra nú-
tímaljóða var bók, er út kom í fyrravetur á forlagi Munksgaard í Kaupmanna-
höfn, Fra hav til jpkel.
Poul P. M. Pedersen hefur gefið út mörg ljóðasöfn frumort, og eru þcssi
tvö kvæði, sem hér eru lauslega þýdd, úr bók hans Og slukkes alle sole —.
Má segja að þau séu valin að nokkru með hliðsjón af því, hvað bezt lægi
fyrir þeim að þýða, er þeim sneri, en birt til kynningar þessu skáldi dönsku,
er ekki lætur sig muna um að snúa þrjú hundruð nútímaljóðum íslenzkum á
tungu sinnar þjóðar.
G. B.
OG LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM-----------------------
Og lífið heldur áfram, sem fyrr, um farna slóð
og fuglar himins syngja sín morgunbjörtu Ijóð,
og vor og vetur skiptast á í stormsins strengjaseið,
— en stund sú nœr að sé á enda pílagrímsins leið.
Og ég þakka fyrir sumardalsins grœnu grös og skjól,
þar gekk ég nöktum fótum undir bernsku minnar sól,
og hjarta mitt er þakklátt fyrir himinblámans sœ,
þar hurfu snekkjur skýja úr sýn í vorsins blœ.
Og ég þakka fyrir lauftrén prúð og grönn í gróðurvin
og gullið sólblik dagsins og fölskvað aftanskin,
og fyrir vindsins ferðaljóð um farið vegarskeið,
hann fylgdi mér, sá hörpusveinn, af stað og alla leið.