Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 58
176
ÍSJÖRN K. ÞÓRÓLPSSON
ANDVAIU
ar jafnvel í vísum, sem hann kastar fram
út af hversdagslegum viðburðum. Góð
dæmi um þetta eru tvær lausavísur í kveri
hans í Lbs. 2409, 8vo.
Stúlka var send að sækja eld á bæ,
sem hét Háls. Þegar hún fór, kvað Arni
til hennar:
Kveiktu ástar glaða glóð
gusti þægum ímu,
elfa röðuls eyjan góð,
um blájaxla grímu.
Þegar stúlkan kom með eldinn, kvað
hann:
Hauðurs skriða livílu spöng
hægðir litlar þáði,
urðar neyð í andar göng
árla sækja náði.
I fyrri vísunni skýrir Árni neðan máls
kenninguna blájaxla grímu: vetur. Blá-
jaxl er bjarnarheiti, en gríma eða nótt
bjarnarins er vetur. Að öðru lcyti mun
sú vísa auðskilin, en hin er torskildari.
Hauðurs skriði er ormur, hvíla hans gull,
en gulls spöng er kvenkenning. Síðara
helming vísunnar skýrir Árni sjálfur. í
kenningunni andar göng er fólgið bæjar-
nafnið Háls. Urðar neyð er eldur, en hér
beitir Árni þeim orðaleik að láta sögn,
þ. e. orð, stíga urn palla: ,,Urð kalla eg
greni, greni kalla eg við, viðar neyð er
eldur“. Sams konar orðaleik má oft finna
í rímum hans, einkum Brávallarímum.
Dýrir bragarhættir þóttu prýða skáld-
skap flestu öðru fremur. Rímur Árna
sýna ljóslega, að hann æfði mjög þá íþrótt
að kveða dýrt. Einnig eru lausavísur hans
oft dýrt kveðnar. Llm veðuráttu 1742
orti hann þessa vísu og skrifaði hana í
kver sitt í Lbs. 2409, 8vo:
Hastur vestan hristi röstu þústur,
Hræsvelgs blærinn nærist ær sem væri,
norðan fjarða nærðu urðbrjóts ferðir,
nálægt sjá ís bláan gljá á fáum,
Austan gustur æsti frosta köstin,
ýfir drífu kíf, sem líf af hrífur,
bannar önnum, en á sunnan finnum
egnir megnis regnið, þegnar fregna.
I sama kver hefur Árni skrifað þessa
refhvarfavísu eftir sig:
Glaðlynd, hrygg, mýkir, meiðir,
mannþýð, stygg, leylir, bannar,
grætur, ldær, gjörir, neitar,
gefur, sínk, trúir, efar,
sjúkleg, hraust, bætir, brákar,
lilómlcg, föl, þagmælsk rómar,
vakir, svaf, lauk upp, lokar,
lítil, stór, seinkar, flýtir.
Klófuglakvæði Árna er með hans hendi
í Lbs. 221, 4to. Það er gamankvæði um
sjómennsku klófugla. Hrafninn er talinn
fyrstur. „Hans formennsku hvergi brá“.
Sama lof fá aðrir klófuglar, hrossagaukur,
spói, keldusvín, sem ber huliðshjálm,
fálki og smirill. Árni kveðst yrkja þetta
mcinlausa gaman handa börnum. Hann
hefur ort fleira um fugla. Honum er
eignað kvæði um svölu, Svölukvæði.
Þýtt hefur hann og lagað eftir íslenzkum
staðháttum kvæði um næturgalann.
Einn er sá viðburður á ævi Árna, sem
hefur orðið honum kvæðisefni. Það er
björgun hans og þeirra, sem með honum
voru á skipi, úr sjávarháska í miklu of-
viðri. Samanburður kvæðisins við Gríms-
staðaannál sýnir, að þetta hefur verið 24.
apríl 1752. Skáldið nefnir kvæði þetta
Lífgjöf. Það er undir hrynhendum hætti
og byrjar og endar með þakkargjörð til
guðs. Upphaf:
Árin, dagar og allt, hvað hrærist,
æðstan prísi jöfur hæða.
Árni Böðvarsson er þjóðinni kunnastur
fyrir veraldlegan skáldskap. Þó hefur
hann látið eftir sig andlegan skáldskap,
mikla Kristsdrápu og sálma, og er sú