Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 37

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 37
ANDVARI ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD 155 blóðughadda eru ölduheiti, að vísu rangt beygð í eignarföllunum lijá Arna, rétt eignarföll eru hefringar og blóðughöddu. Beint liggur við að skýra kenningarnar mjóhryggur og bak öldu þannig, að í þeim sé fólgið örnefnið Ölduhryggur, en við það örnefni var Staðarstaður löngum kenndur og nefndur Staður á Ölduhrygg eða Staður undir Ólduhrygg. Hefur Árni Böðvarsson húið á einhverri af hjáleig- um Staðarstaðar meðan hann var milli kvenna? Árni Böðvarsson kvæntist síðar Ing- veldi, dóttur Gísla lögréttumanns Þórð- arsonar í Vogi í Hraunhreppi á Mýrum. Vegna hórbrots síns mátti Árni ekki ganga í nýtt hjónaband án konungsleyfis, en það leyfi var honum veitt með tveim bréfum dagsettum 25. október 1748 og 28. marz 1749. Kynlegt er, að leyfisbréfin skuli vera tvö, en vafalaust hafa þau bæði komið hingað til lands með vorskip- um 1749, og á því ári munu þau Árni og Ingveldur saman vígð. Árni Böðvarsson var löngum kenndur við Akra á Mýrum og oft nefndur Akra skáld. Sú jörð var stórbýli, 60 hundruð að dýrleika, og átti Akrakirkja hálfa jörð- ina, en hinn helmingurinn var bónda eign. Að líkindum hefur Árni aldrei búið á allri jörðinni, heldur á bóndaeigninni einni, enda var það gott jarðnæði. Hann keypti hálfa bóndaeignina með þeim rök- um, að Ingveldur væri óðalsborin til henn- ar. Sennilegt er, að þau hafi sett þar bú, þegar er þau giftu sig, og raunar er nokk- ur ástæða til að ætla, að Árni hafi byrjað að húa þar árinu áður. Víst má telja, að hann sé farinn að húa þar árið 1750. Þá (18. maí) gerir hann þau makaskipti, að hann lætur 30 hundruð í Dönustöðum í Laxárdal, sem voru föðurarfur hans, fyrir 15 hundruð i Ökrum og áskilur sér fimm hundruð á landsvísu í milligjöf. Þrátt fyrir milligjöfina verður því ekki neitað, að hann kaupir 15 hundruðin í Ökrum dýrt, en ástæðan mun vera sú, að hann leggur kapp á að eiga sjálfur ábúðarjörð sína. Nú hafa þau hjón, Árni og Ingveldur, talið alla bóndaeignina í Ökrum óðals- eign sína, Ingveldi óðalshorna til þeirrar jarðeignar hálfrar og hinn helmingurinn, sem Árni liafði keypt fyrir föðurleifð sína, var óðalseign hans. En höfðað var gegn þeim óðalsbrigðamál um kaup Árna á þeim hluta jarðarinnar, sem þau töldu Ingveldi óðalsborna til. Þau kaup brigðaði Sigurður Finnsson, systkinabarn við Ingveldi, og vann hann mál sitt bæði i héraði 11. apríl 1752 og á alþingi 13. júlí 1753. En greiða skyldi Sigurður Árna innan mánaðar frá dagsetningu dómsins sama verð, sem Árni hafði goldið fyrir þessa hálflendu í Ökrum eða tapa brigð sinni að öðrum kosti. Þrátt fyrir þessi málalok héldu þau hjón allri bóndaeign- inni í Ökrum til æviloka Árna, og þegar hann féll frá, voru ekki bornar brigður á óðalsrétt Ingveldar til þeirra 15 hundraða, sem um hafði verið deilt. Líklega hefur Sigurður Finnsson ekki staðið skil á því fé, sem honum var gert að gjalda Árna. Árni Böðvarsson orti lofkvæði um hú- jörð sína, Akra, kosti hennar til lands og sjávar og fegurð grasa þar. Mun annað eins lof ekki hafa verið sungið nokkurri jörð á landi hér. Kvæðið er aðeins til í einu handriti og þar nefnt Akrakvæði. Eitthvað vantar framan af kvæðinu, en í handritinu er það 12 erindi og hefst þannig: Meginkosti marga þnr má til gildis telja, geisar upp úr grænum mar greniviður og selja. Seli oft á sandinn har svalið orkustranga. Síðar í kvæðinu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.