Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 20

Andvari - 01.10.1963, Page 20
HANNES PÉTLIRSSON: í smiðju Steingríms (Kafli úr bókinni: Steingrímur Thorsteinsson, líf hans og list). Aðalyrkisefni Steingríms Thorsteinssonar á Hafnarárunum eru ferns konar: ástin, náttúrufegurðin, frelsið og ættjörðin. Þótt Ijóð hverrar tegundar séu mis- jöfn að gæðum og gildi, orti hann um öll þessi cfni minnisstæð kvæði. Ástarljóð hans, þau sem gerð voru að umtalsefni framar í bókinni, munu lengi standa óbagganleg í bragar túni. Fyrr og nú og Kveðja eiga sér, að bitrum tilfinninga- þunga, vart hliðstæðu í íslenzkum ástarskáldskap, og hin kvæðin þrjú, Verndi þig englar, Nafnit) og Þið sjáizt aldrei framar, eru öll ósvikin list. Þessi ljóð fimm voru algerlega ný og sjálfstæð gagnvart þeirn ástarkvæðum, sem áður höfðu verið ort í anda rómantísku stefnunnar á íslenzku. í skáldskap sínurn um náttúrufegurðina, frelsið og ættjörðina felar Stein- grírnur að hálfu leyti slóð Jónasar, að hálfu leyti aðra götu. Viðhorf lians til náttúrunnar er ídealistískara en Jónasar, heimspekilegra, þótt þess gæti ekki í öllum náttúruljóðum hans jafnt; frelsiskvæði yrkir hann með nokkru öðru lagi en Jónas, eins og bent var á, og í tveimur fegurstu Ijóðum hans um ísland, kveðnum á Hafnarárunum, Sveitasælu og Systkinunum á berjamó, býr samfelldari sýn til íslenzkra sveita á 19. öld en í nokkru einstöku ljóði Jónasar. Jónas var næmari og fundvísari náttúruskoðari, og hann bregður upp nænnyndum af sveitalífinu, en naumast jafn skýrum fjarmyndum af byggðinni sjálfri og Steingrímur gerir í upphafserindum þessara kvæða. Um formhugmyndir Steingrims, um skoðanir hans á notkun samlíkinga og mynda í skáldskap o. þ. u. 1., er fátt vitað frarn yfir það, sem ráða má af ljóða- gerð hans. Hann seilist þar skammt til samlíkinga, en myndir lians eru margar skýrar og markvísar. Þegar bréf bans til Mattliíasar Jochumssonar fóru í súginn, kann að hafa glatazt ýmis vitneskja um sjónarmið hans í þessu efni; í svörum Mattbíasar kernur fram, að Steingrímur hefur reifað vandamál skáldskaparins. i hinum ódagsetta pistli til Gröndals, senr fyrr hefur verið stuðzt við, talar hann urn, að Gröndal skorti að sínu áliti ennþá nokkuð „hina vandfengnu harmóníu". „Þessu máttu ekki reiðast", segir hann, „og ekki skilja þaÓ eins og arrogantiam
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.