Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 32
150
HANNES PÉTURSSON
ANDV/U'.I
hóli, sem svtvirðir, heldur eftir hinni heiðcirlegu óvirðingu. Sá, sem dæmir,
er í hjartanu. Hver, sem vill sigra, hlýtur að stríða, hverjum, sem elskar, her
að Uða. Hver maður sé f>ér sem hróðir og hataðu ekki mennina, heldur
vonzku þeirra.
Úr þessum hugrenningum notar skáldið rímuðu línurnar tvær í upphafi,
lagfærðar; hugsunina: að þekkja sundur dag hinna sjáandi og nótt hinna blindu,
tekur hann upp í síðasta erindi kvæðisins, en óbeint kemur sú tilbeiðsla fyrir sól-
inni, sem gegnsýrir þetta ókveðna ljóð, fram í öðru, þriðja, sjötta og sjöunda
erindi. Hina beinu játningu til náttúrunnar: ]ng hef ég elskað frá því ég var harn,
fellir hann hins vegar inn í fjórða erindið í Nótt og ávarpar þá himininn:
Ujölstirndi himinn, hláa hraut,
Barn ég fegurðar þinnar naut,
Og lof }ntt tæ'pti tunga,
Þá hjá mér löngun hreyfðist sii,
Að háleit, fögur, djíip sem }ni
Yrði mín sálin unga.
Þá sleppti skáldið ekki heldur taki af orðunum: harn vizkunnar liggur á
hrjóstum sorgarinnar. 1 einu handrita lians, frá því um 1860, sést, að hann hefur
húið til úr þeim vísuhelming:
því að vizkuhörnin hezt
á hrjóstum sorgar dafna.
En ekki hefur hann verið alls kostar ánægður með þennan kveðskap. Og í loka-
atrennunni skapar hann eitt fegursta epígramm íslenzkrar ljóðagerðar:
Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur,
Hvert vizku harn á sorgar hrjóstum liggur.
Og eykur við:
Á sorgarhafs hotni sannleiks perlan skín,
Þann sjóinn mátlu kafa, ef hún skal verða }rm.
Meðal hinna ókveðnu ljóða Steingríms er eitt alllieillegt, sem liann sinnti
ekki frekar, en sjáanlega er það efniviður í allegórískt kvæði. Rekur það liér
lestina: