Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 66

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 66
184 VAGN B0RGE ANDVARI Rannveig um leið og hún kemur inn, síðan segir hún áðurnefnt ævintýri um tröllkonurnar tvær og kóngssoninn. A dramatískan hátt er hér boðuð óhamingja, sem á eftir að koma yfir þau þrjú, Höddu Pöddu, Kristrúnu og Ingólf. „Hefndin gengur á ullarskóm; hún kom til þeirra fyrr en þær varði“. Hugboð og örlög eru úrslitaatriði í kynningarkafla leikritsins og verða síðan hið ríkjandi dramatíska afl í leiknum. „Ef hún systir mín væri kom- in, gæti hún ef til vill lesið forlög mín í kúlunni, bæði fortíð og framtíð. . . . Hver veit nerna öll náttúran speglist í þessum eina glerhnetti." Hér er góður vitnisburð- ur um hæfileika Kambans til leikritunar, leikmunir verða lifandi þáttur í atburða- rásinni. „Sá, sem einu sinni hefur lifað sæll, deyr tvisvar", segir Rannveig meðan systurnar kasta kúlunni hraðar og hraðar á milli sín, áhrifamikil viðvörun þess sem síðar mun fram koma. 1 leikritun Kamb- ans má finna fjölmörg slík atriði, bæði heyrð og séð, sem vísa til þess er síðar ger- ist og öfugt, og gefa nútíðinni dýpri merk- ingu. Hér kemur ekki aðeins hæfileiki Kambans sem leikritahöfundar í ljós, heldur líka sem leikstjóra er veit hvað leikhúsinu tilheyrir, þar sem ekki aðeins hið talaða orð, bókmenntirnar, heldur líka séðir atburðir hafa úrslitaþýðingu. í leikhúsinu viljum við ekki aðeins heyra góð Ijóðræn samtöl, við viljum líka sjá, gruna og fá hugboð. Og þess fáum við að njóta mcð ITöddu Pöddu. I fyrsta þætti hljótum við, eins og þegar hefur verið á minnzt, að undrast atriði þeirra Ingólfs og Höddu. I því er ljóðræn fegurð, sem veldur því að við skynjum enn sárar og dýpra skiptin — þegar óham- ingjan ríður yfir. í byrjun virðist ekkert á bjáta í sambandi þeirra Ingólfs og Elöddu. „Ingólfur: Ilvað sælan kemur hljóð- lega: Við sátum ein í herberginu, langt frá glaumi dagsins. Þá kom hún. Ég heyrði fótatakið, þegar þú dróst andann, svo fann ég hana sjálfa i hendi minni. Idadda Padda: Og þó saztu hreyfingar- laus og lézt sekúndurnar berjast um líf mitt. Þegar ég hélt um höndina á þér, þorði ég ekki að láta einn einasta fingur titra — þangað til þú luktir henni um úlnliðinn á mér og vafðir mig að þér.“ Á mjög fagran hátt gefur Kamban hér og í því, sem á eftir kemur, ást þeirra mál, ást, sem einnig hefur hlotið blessun foreldranna. Þess vegna orka umskiptin í öðrum þætti svo yfirþyrmandi og óhugn- anlega. Það er ekki Iladda, sem hann elskar, heldur Kristrún. Flagðið Kristrún er slóttug kona, sem leikur sér að mönn- um og nýtur þess að eyðileggja fyrir öðr- um. í fyrsta þætti fengum við að hcyra að hún hefði táldregið tólf menn, Ingólf- ur er sá þrettándi sem hún skemmtir sér við að gera hrifinn af sér. Henni eru gefnir hæfileikarnir til að örva mennina til ásta, kvenleg fegurð og mikill kyn- þokki. Kynferðislegt aðdráttarafl hennar er sterkara en Höddu. Ingólfur segir við hana: „Ég lifði bak við dimman, dimman múr. í gegnum rifu í múrnum lagði ljós- rák inn. Ég elskaði þessa ljósrák. Þá bar það til einn dag að veggurinn hrundi, og ég laugaði mig í livítu sólskinshafi. Nú finn ég að mér hefir aðeins þótt vænt um Hrafnhildi fyrir það ættarmót sem var með henni og þér.“ Síðan fallast þau í faðma, Kristrún og Ingólfur, Hadda stendur í opnum dyrun- um með stóran fjóluvönd í fanginu. A vinalegu andliti hennar er rólegt bros. En um leið og hún sér hvað fram fer fyrir innan, hreytast andlitsdrættir henn- ar af skelfingu, skrifar Kamban i leiðbein- ingum sínum. Á þessu augnabliki krefst hlutverkið mikillar leikkonu með góða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.