Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 66
184
VAGN B0RGE
ANDVARI
Rannveig um leið og hún kemur inn,
síðan segir hún áðurnefnt ævintýri um
tröllkonurnar tvær og kóngssoninn. A
dramatískan hátt er hér boðuð óhamingja,
sem á eftir að koma yfir þau þrjú, Höddu
Pöddu, Kristrúnu og Ingólf. „Hefndin
gengur á ullarskóm; hún kom til þeirra
fyrr en þær varði“. Hugboð og örlög eru
úrslitaatriði í kynningarkafla leikritsins
og verða síðan hið ríkjandi dramatíska afl
í leiknum. „Ef hún systir mín væri kom-
in, gæti hún ef til vill lesið forlög mín í
kúlunni, bæði fortíð og framtíð. . . . Hver
veit nerna öll náttúran speglist í þessum
eina glerhnetti." Hér er góður vitnisburð-
ur um hæfileika Kambans til leikritunar,
leikmunir verða lifandi þáttur í atburða-
rásinni. „Sá, sem einu sinni hefur lifað
sæll, deyr tvisvar", segir Rannveig meðan
systurnar kasta kúlunni hraðar og hraðar
á milli sín, áhrifamikil viðvörun þess sem
síðar mun fram koma. 1 leikritun Kamb-
ans má finna fjölmörg slík atriði, bæði
heyrð og séð, sem vísa til þess er síðar ger-
ist og öfugt, og gefa nútíðinni dýpri merk-
ingu. Hér kemur ekki aðeins hæfileiki
Kambans sem leikritahöfundar í ljós,
heldur líka sem leikstjóra er veit hvað
leikhúsinu tilheyrir, þar sem ekki aðeins
hið talaða orð, bókmenntirnar, heldur
líka séðir atburðir hafa úrslitaþýðingu.
í leikhúsinu viljum við ekki aðeins heyra
góð Ijóðræn samtöl, við viljum líka sjá,
gruna og fá hugboð. Og þess fáum við
að njóta mcð ITöddu Pöddu.
I fyrsta þætti hljótum við, eins og þegar
hefur verið á minnzt, að undrast atriði
þeirra Ingólfs og Höddu. I því er ljóðræn
fegurð, sem veldur því að við skynjum
enn sárar og dýpra skiptin — þegar óham-
ingjan ríður yfir. í byrjun virðist ekkert
á bjáta í sambandi þeirra Ingólfs og
Elöddu.
„Ingólfur: Ilvað sælan kemur hljóð-
lega: Við sátum ein í herberginu, langt
frá glaumi dagsins. Þá kom hún. Ég
heyrði fótatakið, þegar þú dróst andann,
svo fann ég hana sjálfa i hendi minni.
Idadda Padda: Og þó saztu hreyfingar-
laus og lézt sekúndurnar berjast um líf
mitt. Þegar ég hélt um höndina á þér,
þorði ég ekki að láta einn einasta fingur
titra — þangað til þú luktir henni um
úlnliðinn á mér og vafðir mig að þér.“
Á mjög fagran hátt gefur Kamban hér
og í því, sem á eftir kemur, ást þeirra
mál, ást, sem einnig hefur hlotið blessun
foreldranna. Þess vegna orka umskiptin
í öðrum þætti svo yfirþyrmandi og óhugn-
anlega. Það er ekki Iladda, sem hann
elskar, heldur Kristrún. Flagðið Kristrún
er slóttug kona, sem leikur sér að mönn-
um og nýtur þess að eyðileggja fyrir öðr-
um. í fyrsta þætti fengum við að hcyra
að hún hefði táldregið tólf menn, Ingólf-
ur er sá þrettándi sem hún skemmtir
sér við að gera hrifinn af sér. Henni eru
gefnir hæfileikarnir til að örva mennina
til ásta, kvenleg fegurð og mikill kyn-
þokki. Kynferðislegt aðdráttarafl hennar
er sterkara en Höddu. Ingólfur segir við
hana: „Ég lifði bak við dimman, dimman
múr. í gegnum rifu í múrnum lagði ljós-
rák inn. Ég elskaði þessa ljósrák. Þá bar
það til einn dag að veggurinn hrundi, og
ég laugaði mig í livítu sólskinshafi. Nú
finn ég að mér hefir aðeins þótt vænt um
Hrafnhildi fyrir það ættarmót sem var
með henni og þér.“
Síðan fallast þau í faðma, Kristrún og
Ingólfur, Hadda stendur í opnum dyrun-
um með stóran fjóluvönd í fanginu. A
vinalegu andliti hennar er rólegt bros.
En um leið og hún sér hvað fram fer
fyrir innan, hreytast andlitsdrættir henn-
ar af skelfingu, skrifar Kamban i leiðbein-
ingum sínum. Á þessu augnabliki krefst
hlutverkið mikillar leikkonu með góða