Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 27
ANDVARI
I SMIÐJU STEINGRIMS
145
Lát mig lúðan stríðum
Loks, er ævin dvín,
Felast friðarblíðum
Faðmi guðs og þínl
Mc(i sama hætti endurskoðar Steingrímur Vorhvöt. I Nýjum félagsritum
er lokaerindið þannig:
Svo frjáls ertu, móðirl sem vindur á vog,
Og vorblær í fjallshlíðar runni,
Frjáls eins og norðljósa leiftrandi log
Og Ijóðin á skáldanna munni,
Og aldreigi, aldreigi bindi þig böud
Nema bláfjötur ægis um klettótta ströndl
Samlíkingarnar í fyrstu og annarri ljóðlínu eru oí skyldar, hliðstæðar; orðin:
Vorblær í fjallshlíðar runni hæta engu við þá tjáningu, sem felst í: vindur á vog.
Þessu breytir skáldið, skapar nýja samlíkingu, sem eflir stígandi erindisins. Jafn-
framt setur hann í stað aldreigi, aldreigi knappari orðmyndir: aldrei, aldrei, svo
hugsunin verður lestulegri og ákveðnari. Við þessar og aðrar lagfæringar fær
erindið í heild nýjan svip, verður stórum þróttugra og rishærra:
Svo frjáls vertu, móðirl sem vindur á vog,
Sem vötn þín með straumunum þungu,
Sem himins þíns bragandi norðljósa log
Og Ijóðin á skáldanna tungu.
Og aldrei, aldrei bindi þig bönd
Nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd.
Kvöldhugsun heitir sonnetta ein, sem Steingrímur gerir frumdrög að snemma
á Hafnarárunum (frumprentuð í Þjóðólfi 4. febrúar 1874), ljóð um íslendinginn
á framandi slóðunr, heinrþrá hans til fjalla og l'ossa, söknuð lians, sem „yndis-
töfrar“ crlendra staða megna aldrei að svæfa. 1 handritum skáldsins má sjá,
hvernig liann veltir fyrir sér efnisskipun þessa kvæðis og leitar hinnar réttu
tóntegundar. Eitt uppkastið nefnist Hillingar og hljóðar svo:
Nú beltin skóga blárri hjúguð móðu
Ber upp svo hátt sem væru garðar fjalla,
Móðurlands heiða minning endurkalla,
KvöJdsólar geislum kysst í veðri góðu.
10