Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 88
206
ELIAS WESSEN
ANDVARI
af því sem hann veit. Það er sömuleiðis
uppistaðan í því, sem á eftir fer, og ligg-
ur raunar að baki öllu kvæðinu.
Vitinu fylgir framar öllu varyggð (1,
38). Lífið var hættulegt. Hver maður
átti bæði vini og óvini. Það reið á að
horfa umhverfis sig, vera gætinn og ráð-
svinnur. Maður skal aldrei ganga frá vopn-
unr sínum svo mikið sem eitt skref, því
að aldrei er að vita, hvenær þeirra verður
þörf á vegum úti. Þetta er sama hugsun
og Eyvindur skáldaspillir lætur Hákon
garnla orða, þegar hann gengur í Valhöll
og óttast reiði Óðins:
Gerðar várar,
kvað inn góði konungr,
viljum vér sjálfir hafa.
Hjálm ok brynju
skal hirða vel.
Gott er til görs at taka.
Síðari vísuhelmirigurinn gæti formsins
vegna verið kominn rakleiðis úr Háva-
málum.
Rekjum nú meginhugsanir ki'æðisins
og hyggjum að, hverja túlkun þær hljóta
í framsöguháttarvísunum!
Hver er sæll? Sá er sæll, sem hefur
unnið sér lof og líkn, lof og vit (8.—9.
erindi). Ekki er með neinu rnóti unnt að
treysta á það, sem komið er undir þóknan
annarra. Hver er sinnar gæfu smiður.
Ef maður nýtur virðingar eða vináttu, þá
er það honum sjálfum að þakka. Því at
ill ráð / hefr maðr oft þegit / annars
brjóstum úr. Erindin byggjast sem sagt
á gagnstæðum: því sem maður orkar með
eigin athöfn og því sem aðrir leggja hon-
um upp í hendurnar. Hann getur jafnt
hlotið ill ráð sem lofstír og vinskap.
Kvæðið heldur áfram með nýrri vísu-
tvennd, þar sem fyrri helmingurinn er
sameiginlegur háðum:
Byrði betri
berr-at maðr brautu at
en sé mannvit mikit.
Jafnvel framhaldið tcngist höfuðminninu
um ferðalanginn: auði hetra / þykkir þat
í ókunnum stað . . . ; vegnest verra /
vegr-a hann velli at / en sé ofdrykkja
öls. Einnig hér byggist stílformið á gagn-
stæðum: mannvit - auður, mannvit —
ofdrykkja öls.
Tcngsl 15. og 16. erindis eru mjög
sterk: maður skal vera vígdjarfur og reif-
ur allt til dauða. 1 16. erindi er talað um
gagnstæðuna, hinn hlauða:
Ósnjallr maðr
hyggsk munu ey lifa,
ef hann við víg varask;
en elli gefr
hánum engi frið,
þótt hánum geirar gefi.
Gagnstæðan víg — eíli er rnjög áhrifa-
mikil.
Nú koma mörg erindi — um þann,
sem ekki er eins og vera skyldi: Ósnjallr
maðr (16), afglapi (17), gráðugr halr (20),
ósviðr maðr (21), vesall maðr ok illa skapi
(22), ósviðr maðr (23), ósnotr maðr (24—
27). Það eru gagnorðar auðkenningar.
17. Kópir afglapi,
er til kynnis kemr,
þylsk hann um eða þrumir;
allt er senn,
ef hann sylg of getr,
uppi er þá geð guma.
Afglapinn hegðar sér allt öðruvísi en vera
ber, samkvæmt boði 15. erindis: þagall
ok hugall.
20. Gráðugr halr,
nema geðs viti,
etr sér aldrtrega;
oft fær hlægis,
er með horskum kemr,
manni heimskum magi.