Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 5
STEFÁN EINARSSON:
Vilhjálmur Stefánsson norðurfari
i
Um ætt Vilhjálms verður að vísa til Vilhjálmur Stefánsson, bókar þeirrar,
er Guðmundur Finnbogason skrifaði urn liann í Brautryðjendasögu 2 (Akureyri
1927). Foreldrar lians voru Jóbann Stefánsson og Ingibjörg Jóhannesdóttir. Þau
giftust 1861. Jóhann dó 31. desember 1892, en kona hans í nóvember 1925.
Jóhann var fæddur að Tungu á Svalbarðsströnd, en þau hjónin hjuggu fyrst að
Dálksstöðum í sömu sveit, síðan á Kroppi í Eyjafirði, unz þau fóru með stóra
hópnum til Ameríku árið 1876. Iliifðu þau þá misst eitt bam, en tvö dóu í Nýja
íslandi rir plágum og harðrétti frumbýlingsáranna, svo að aðeins fjögur komust
suður til Norður Dakota og drógust þar á legg. Inga bjó í Wynyard Sask.,
Jóhannes (f. 1867) bjó í Wynyard Sask., Sigurrós býr enn í Mozart, Sask., fjórði
var Vilhjálmur, norðurfari. Er Sigurrós nú ein á lífi þeirra systkina. Föðurbróðir
Vilhjálms, Stefán, og föðursystir, Jóhanna, cru enn á lífi í Eyjafirði.
Vilhjálmur var fæddur 3. nóvember 1879 að Hulduárhvammi í Árnes-
byggð við Winnipegvatn eftir að foreldrar lians höfðu rnisst böm sín þar. Á
þessum árum hefur móðir Vilhjálms orðið að lialda í honurn lífinu með fiskdúsu,
en það varð til þess, að Vilhjálmur fékk óbeit á fiski, unz hann varð að lifa á
honum cingöngu hjá Eskimóum. Ekki var ein báran stök hjá foreldrum Vil-
lijálms, því þegar hann var tveggja ára kom flóð í Winnipegvatn, sem eyðilagði
gjörsamlega hús þeirra og uppskeru. Flúðu þau þá vorið 1881 (frostaveturinn á
Islandi) suður til Mountain i Norður Dakota. Þar byggði Jóbann bæ sinn nálægt
tveim hólum til þess að vera úr flóðahættu frá ánni og kallaði Tungu eftir fæð-
ingarbæ sínum. Reyndist land þetta ekki eins frjósamt og sléttan í kring og kom
það illa niður á bræðrunum, cr faðir þeirra dó (1892), en jörðin veðsett.
Llrðu þeir bræður þá að selja jörðina og gerast kúasmalar i „óbyggðunum"
fyrir vestan. Þá gerðist Vilhjálmur mikil skytta og skaut héra, orra, endur,
gæsir og álftir, jafnvel antilópur. Kom það sér ekki illa sem undirbúningur
norðurfarar. En bezti undirbúningur að dvöl í heimskautalöndum var veður-
farið í Norður Dakota, 30—40 stiga hiti á sumrin, en 46—48 stiga frost á vetr-
um. Þegar þar við hætast manndrápsbyljir á vetrum, eins og þakkargerðardags-