Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 51
ANDVARI
ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD
169
Vaki þú fleygur hani Hnikars,
hróður verp of prýði þjóðar,
uppheims kraftar lofstír lyfti,
líka grund og reim Sólunda.
Til er sendibréf í ljóðum frá Árna til
Jóns sýslumanns. Fyrir því er eins konar
formáli, dróttkvætt erindi, sem nefnist
yfirskriftin og er ávarp til sýslumanns.
Upphaf: „Veleðla valds á stóli“. BréfiS
sjálft er undir ferskeyttum hætti. Fyrsta
erindi:
Allt, hvað þenkist, yður bezt
áskotnist til farsældar.
Efni blaðsins so hér sezt,
sem í flýti ritað var.
Árni kvartar mjög um sjúkleika, segist
vera „kaunum hlaSinn allur“, biSur
sýslumann hjálpa sér um sængurver og
hvíluvoS. Segir, aS hann hafi „löngum
hverju hausti á“ gefiS sér járn og færi og
einnig tóbak. Þetta ljóSabréf mun vera
ort eftir 1763, ef til vill seint á ævi Árna.
Jafnan var Árni BöSvarsson ölkær tal-
inn, enda dregur hann ckki dul á þaS
aS sér þyki gott í staupinu. í kvæSi, sem
hann ncfnir Olteiti, yrkir hann um „ynd-
islegt veraldarglys" þegar „vín tilbýr bug-
ann“. En bæSi í því kvæSi og víSar kem-
ur einnig fram veizlugleSi, sem ekki er
bundin viS eina saman víndrykkju. Hann
befur yndi af prúðbúnu fólki. Þá eru
veizlur góSar, þegar „menn og meyjar
skarta", brúSir skrýSast skarti sínu og
gull skín á klæSum þeirra. Ætla mætti
aS skáld, sem var í svo miklum metum
sem Arni og líka hefur veriS samkvæmis-
maSur, væri oft fengiS til aS flytja
kvæSi í brúSkaupum og öSrum mannfögn-
uSum. Þó eru aSeins til eftir hann tvö
brúSkaujrskvæSi og ekki fleiri samkvæmis-
kvæSi, nema ef Óltciti er upphaflega
flutt í veizlu.
AnnaS þessara hrúðkaupskvæSa var
flutt Ólafi Gíslasyni, sem varð prestur
til Saurbæjarþinga, og konu hans, Krist-
ínu Jónsdóttur. Fyrirsögn: „Draumur og
leiðsla Árna Böðvarssonar, sem skeði nótt-
ina eftir Michaelis messu árum eftir guðs
burð 1755“. Brúðkaupsdagur hjónanna
var 29. september, sem er Mikaelsmessa,
1755, og er kvæðiS flutt þeim daginn eftir
vígslu þeirra.
Kvæði þetta er viðhafnarmikið bæði
að efni og formi. ÞaS skiptist í þrjá kafla
eftir efni og er hver þeirra sér um bragar-
form. Fyrsti kafli er ortur undir alkunnu
sálmalagi, lagboði „HjartaS, þankar,
bugur, sinni“, og segir frá því að guð-
inn Merkúríus hrífur skáldið með sér
til uppheima á fund forlaganorna, en
ágætastar þeirra eru systurnar Fortuna
(Hamingja) og Felicitas (Farsæld). Þær
biðja skáldiS hlýða á samtal sitt, svo að
segja megi jarðarbúum frá því. Fortuna
hefur máls á því að nú sé fagurt aS sjá
um byggðir og hátíð mikil jarðarbúa, er
Bakkus, vínguðinn sjálfur, rnæli á kerin.
Felicítas spyr, hverju sæti hinn mikli
mannfagnaður á jörðu niðri, hvort þar
sé erfi drukkið eða tilefnið sé landsala.
Fortuna svarar, að hér sé annað af að ráða.
Hún kveðst hafa gefið ættgöfugum og
vel lærðum manni göfuga mey. Þess
vegna dansi jarðarbúar og sitji að veizlu,
og meira að segja
glansar uppheims ljósið landa,
lifnar flest, hvað dregur anda.
Annar kafli kvæðisins er þess efnis, að
systurnar biðja vísdómsgyðjuna Minervu
segja sér ættir hinna göfugu brúðhjóna.
Flún verður við bón þeirra, lýsir ættgöfgi
hjóna beggja og telur ætt brúðarinnar
frá Óðni og Völsungum, en glompótt er
ættartalan. Þessi kafli er undir bragar-
hætti, sem á að vera fornyrðislag, og upp-
haf hans er stælt eftir upphafsorðum
HyndluljóSa.