Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 121
ANDVARI
DULMÁL HAMÐISMÁLA
239
og mun Gudmund Schiitte hafa bent
einna skilmerkilegast á það. Með þessum
ummælum er ekki sagt að líta megi á
Hamðismál sem níðrit eða sögufölsun,
því að það er ekki skoðun mín, — og
heldur ekki það, að ég væri til þess búinn
að skrifa undir kenningar Schuttes að
mestu; en vel gæti ég trúað, að þeim hafi
verið, yfirleitt, of lítill gaumur gefinn —
að sínu leyti líkt og rannsóknum Barða
Guðmundssonar um uppruna íslendinga
og uppruna Njálu. Njála, Ljósvetninga
saga og Olkofra þáttur cru að kenningu
Barða öðrurn þræði dulbúin áróðursrit
(níðrit), en sögufölsunarkenndur áróður
í Þorgils sögu skarða.
Einhverjum kynni að þykja kenning
mín um dulmál I Iamðismála ósennilegri
fyrir þær sakir, að þau eru ekki táknræn
atriði fyrir atriði (allegóría), en það er ein-
mitt langt frá að dæmisögur séu flestar
allegórískar; líkingaratriðið er olt bara
eitt (t. d. flestar dæmisögur Jcsú); aðrar
eru dálítið allegórískar, og það tel ég
Hamðismál vera. Og ekki þurfti þar að
leggja áherzlu á það, hver hjónabönd
Guðrúnar höfðu verið, því að sagan var
alkunn. — Líta má á ófarir Jörmunreks
sem hrakspá Þjóðreki, jaðrandi við galdra.
í sambandi við það, sem hér að framan
greinir um viðhorf Herúla (Italíu-Erúla)
við Theoderic og umræðu Hamðismála
frá því sjónarmiði, á það heima að gera
athugasemd um atriði, scm Eddu-fræðinga
hefur ávallt furðað nokkuð á: Theoderics
er sama sem ckki getið í Eddu-kvæðun-
um. í ljósi þess, er að framan hefur verið
rætt: 1) um skipti Theoderics við Herúla,
og 2) hin miklu líkindi þess, að Hamðis-
mál — og þá ekki ósennilega fleiri hetju-
kvæði Eddu — séu frumorkt með Herúl-
um, — þá hættir þetta að vera nokkurt
undrunarefni. ldve lengi andúðin á Theo-
deric hefur enzt með frumhöfundum
hetjukvæðanna verður að sjálfsögðu ekki
vitað um, — en það gæti hafa verið öld-
um saman, þó að sennilega hafi verið með
öllu gleymd, þegar hin seinni hetjukvæði
voru ort eða endurort.
Sjálfsagt tel ég, að Hamðismál hafi
flutzt til Norðurlanda með þeirri leif
Erúla-þjóðarinnar sem þangað fluttist í
byrjun 6. aldar — og nærri þvi eins sjálf-
sagt, að hún hafi þá flutt með sér flest
eða allt, scm þá var til af merkari kvæð-
um hetjusagnaefnis í fórum germanskra
þjóða í Mið-Evrópu, cn þar áttu Erúlar
allvoldugt ríki cftir dauða Attila. Hníga
sterk rök að því, að ekki séu heldur aðrar
þjóðir til þess hklegri — og ckki einu
sinni eins líklegar og Erúlar — að hafa
ort slík kvæði. Að því stuðlar m. a. hinn
umbyltingarsami ferill, hið hrikalega mót-
læti.
Að lokum skal þess minnzt, að Thco-
deric átti einnig vinsamleg skipti við Er-
úla — þ. e. a. s. ríki þeirra eða konung.
Eru til, orðrétt, úr safni Cassiodorusar,
sem um skeið var hægri hönd Theoderics
við stjórnarstörfin, tvö bréf frá Theoderic
til konungs Erúla, en þess hins vegar ekki
getið hvar sá stórhöfðingi hafi verið til
húsa. Var lengstum talið sjálfsagt að hann
hefði verið konungur í Llngverjalands-
ríki Erúla, sá, er seinna féll fyrir Lang-
börðum í orustunni, er sundraði Erúlum
þess ríkis, en það leiddi til þegar umrædds
heimhvarfs hluta þjóðarinnar með kon-
ungaættina í fararbroddi. Þá var ekki gert
ráð fyrir öðru en að öll Erúla-þjóðin helði
verið í þjóðflutningaflakkinu. Með 20.
öldinni komust flestir eða allir norrænu-
fræðingar, er létu sig málið skipta, á þá
skoðun, að Flakk-Erúlar hefðu aðeins
verið hluti Erúla-þjóðarinnar — stofninn
hefði orðið eftir heima á Norðurlöndum
— líklegast í Danmörku, og að þar hefðu
þeir jafnvel enn átt ríki um 500 e. Kr. og
að til þess ríkis muni hin hcimhverfandi
leif hafa ætlað sér að leita athvarfs.