Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 41
ANDVARI
ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD
159
Skipafregn er fyrst eignuð Árna Böð-
varssyni einum í bókinni „Nokkur garnan-
kvæði ort af ýmsum skáldum á 18. öld“,
sem út kom í Kaupmannahöfn 1832, en
þar er kvæðið prentað í fjórða sinn. Út-
gefandi þeirrar bókar var Þórarinn Sveins-
son, bókbindari, en þó að hann væri
merkur maður, hafa orð hans urn þctta
efni öllu minna heimildargildi en þeirra
átjándu aldar fræðimanna, scm áðan var
getið. Enda sannfærðust fróðustu menn
ekki um feðrun hans á Skipafregn. Jón
Arnason, bókavörÖur, skrifaði við nafn
Arna Böðvarssonar í fyrirsögn Skipa-
fregnar í Gamankvæðum athugasemd
þess efnis, að Jón Sigurðsson teldi hana
kveðna af síra Gunnlaugi Snorrasyni og
Arna Böðvarssyni. Gísli Konráðsson segir,
að Árna Böðvarssyni sé „eignað að hafa
kveðið Skipafregn nreð Gunnlaugi presti
Snorrasyni á Helgafelli, þó sumir ætli
prest einn höfund hennar.“
Eftir því sem á leið nítjándu öldina
varð algengara að feðra Skipafregn eins
og gert er í Gamankvæðum, og undir síð-
ustu aldamót verður það alveg ofan á.
Þetta eru áhrif Gamankvæöa, sem voru
skemmtileg og vinsæl bók, enda mun
síra Gunnlaugur hafa verið gleymdur
almenningi, þegar leið að lokum síðustu
aldar. Eftir hann var ekki annað en
sálmar prentað undir hans nafni. Fæð-
ingarsálmar hans voru síðast prentaðir
1860, og þó að þeir rnegi teljast með bctri
átjándu aldar sálmum, munu þeir ekki
hafa notið vinsælda aldamótamanna um
1900. í handritum eru til eftir hann ver-
aldleg kvæði, sem eru betri en sálmar
hans.
Samkvæmt heimildum þeirn, sem nú
eru raktar, hlýtur síra Gunnlaugur að
teljast höfundur Skipafregnar. Þó ber
þess að minnast, að þeir Árni Böðvarsson
voru frændur og vinir. Síra Gunnlaugur
var sonur Snorra prófasts Jónssonar, sem
fyrr er getið. Vel rná vera, að Gunnlaugur
hafi sýnt frænda sínum kvæðið, áður en
það fór út til almennings, og sniðið það
rneira eða minna eftir tillögum Árna.
Mætti þá að nokkuru leyti til sanns vegar
færa ummæli Eiríks víðförla, Rasks og
Jóns Sigurðssonar, sem telja Skipafregn
verk fleiri skálda en eins.
Ymsum mundi þykja Árni Böðvarsson
miklu sviptur, þegar hann getur ekki
lengur talizt höfundur Skipafregnar. Al-
mennra vinsælda naut hann þó löngu
fyrr en farið var að eigna honum einum
það kvæði. Hann var afkastamesta rímna-
skáld átjándu aldar, og ckki er vitað um
neitt eldra rímnaskáld honum afkasta-
rneira nema Guðmund Bergþórsson, sem
hlýtur að teljast til seytjándu aldar skálda,
þó að hann lifði fram á fimmta ár þeirrar
átjándu. Rímur Árna hafa verið mikils
metnar af háurn og lágum, sem bezt sést
af því, að prentaðar voru að honum lif-
anda rímur hans af Þorsteini uxafæti og
einnig Úlfarsrímur, sem Árni orti ná-
lega hálfar, báðir þessir rímnaflokkar í
veglegum útgáfum.
Bæði rímur Árna Böðvarssonar og þau
kvæði hans, þar sem efni er sótt í fornar
sögur eða eddukvæði, sýna, að hann hef-
ur verið miklu betur að sér í þjóðlegum
fræðum vorum en almennt gerðist um
rímnaskáld. Hann er vel að sér í Snorra-
Eddu, en hana hefur hann þekkt í út-
gáfu Resens 1665, sem hafði Laufás-Eddu
að grundvelli. Hann bjargast mest við
handrit, og eftir þeim kveður hann flestar
rímur sínar, en hann hefur einnig þekkt
margar, ef ekki flestar þeirra bóka um
norræn og íslenzk fræði, sem til voru á
prenti, þegar hann var uppi. 1 þeim fræð-
um munu varla aðrir en þeir, sem höfðu
lærdómsiðkanir að ævistarfi, hafa staðið
honum á sporði. Síra Gunnar Pálsson
segir eftir Eggerti Ólafssyni, að Árni
hafi framar ætlan manna lagt stund á