Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 22
140
HANNES PÉTURSSON
ANDVAHI
inga liafi blátt áfram orkað ólistrænt á þá. Matthías ræðir nokkuð skáldskap Guð-
mundar og segir: „En gallinn þykir mér einkum vera hans íburður og irekstur
af samlíkingum; vil ég kalla það kenningar eða kenningahugmyndir, því sá skáld-
skaparbragur „kennir" og „rekur“ og „hindur“ alveg á tilsvarandi hátt og kenn-
ingar hirðskáldanna gömlu gerðu — að minnsta kosti upphaflega. Þetta form-
skrúð er afturfara merki í lýrískum skáldskap, sem smásaman kæfir tilfinning
skáldanna og setur höfuðið í hjartans stað, o: formið deyðir efnið, og eðli listar-
innar og jafnvægi raskast."
Með Hannesi Hafstein, Einari Benediktssyni og Stephani G. Stephanssyni
eykst notkun samlíkinga til muna, sem var heillavænleg nýbreytni, en ekki
„afturfara merki", þótt játa beri, að smíði samlíkinga í skáldskap sé nú að kom-
ast út í öfgar.
Þrátt fyrir sparlega notkun samlíkinga ortu rómantísku skáldin mörg af
myndrænustu kvæðum tungunnar, og eru fæst þeirra eftir cina myndlistarmann-
inn í hópnum, Benedikt Gröndal, sem má kallast undarlegt.
Myndræna einkennir rnörg af Ijóðum Steingríms Thorsteinssonar Irá Hafn-
arárunum, sum eru samfelld mynd frá upphafi til enda, t. d. Draumur hjarð-
sveinsins. í öðrum bera einstök erindi eða fleiri vitni um glögga, sjónræna skynj-
un; má benda á upphaf Skógarsjónarinnar, fimm fyrstu erindin, sem lýsa göngu-
ferð inn milli trjánna. Sólin, sem skín milli greinanna, silfurskyggt hafið „á
milli laufgra lima", hin „svala skuggaleið", sem liggur að björtu rjóðri, tjörnin
og stúlkan, höfuðfat hennar og litir þess, gult og blátt, er allt svo nátengt málara-
list miðrar 19. aldar, að lesandanum finnst liann hafa frammi fyrir sér skógar-
málverk frá þeim tíma:
Á vordags morgni gekk ég göng í lundi,
Þar geislum sólin þvers um limar skaut.
Með rósum höfðu fuglar hrugóið blundi,
Blómdaggar úði rauk um hæð og laut.
Á milli laufgra lima, sem ei hrærðust,
Ég leit hið fagra, silfurskyggða haf,
Þar ótal skip með blikhvít segl ei bærðust,
því byrinn vært i dúnalogni svaf.
I skógardjúp hinn svási fuglasöngur
Á svalri skuggaleið mig áfram dró,
Unz loks úr húmi laukst upp vegur þröngur
Áð Ijósri dæld, er sólbjört við mér híó.