Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 10
128
STEFÁN EINARSSON
ANDVAHI
æði og fékk skyrbjúg, þá var hægt að lækna hann með því að gefa honum hrátt
kjöt. En um þessa fyrstu dvöl með Eskimóum skrifaði Vilhjálmur tvær greinar
í Harper’s Magazine (1908—1909), er þýddar voru í Andvara 39. og 40. ár:
„Vetrarseta með Eskimóum“ og „Heimilishættir Eskimóa". Et mat þraut í for-
aðsveðrum á ferðalögum, bjargaði Vilhjálmur sér á sel eða hvalspiki eða lýsi,
hlönduðu luglafjöðrum og hreindýrahjórum.
V
Önnur norðurför 1908—12 var farin með skólahróður Vilhjálms R. M.
Anderson náttúrufræðingi til þess að kynnast ljóshærðu Eskimóunum á Viktoríu-
ey. Vegna ótrúlegra hindrana, er landar hans lögðu á veg hans til þess að koma
í veg fyrir, að hann dræpi sig, var það ekki fyrr en vorið 1910 að Vilhjálmur
komst í kynni við Eskimóa við Bexleyhöfða, er aldrei höfðu séð hvíta menn
og voru þess vegna algerlega óspilltir frumstæðir mcnn. Nokkrum dögum síðar
hitti hann þá menn á Viktoríueyju, er hann hafði mest langað til að hitta, og
segir svo um það í My Life with the Eskimos (1913, íslenzk þýðing Ársæls
Árnasonar Meðal Eskimóa 1938): „Þegar ég sá fyrir mér þessa menn, sem virt-
ust vera Evrópumenn, þrátt fyrir skinnklæðnað þeirra, vissi ég að fyrir mér lá
annaðhvort lausn forns sögulegs harmleiks eða ný ráðgáta, ráðgátan urn það,
hvers vegna þessir menn voru svo líkir Evrópumönnum, ef þeir voru ekki þaðan
ættaðir.“ Og hann sannfærðist um það, að hér væru afkomendur hinna fornu
Grænlendinga, er hann áður hélt að hefðu dáið út. Þegar Vilhjálmur og þeir
félagar komu úr þessari norðurför haustið 1912, gerðist það í amerísku blöðun-
um, sem Guttormur J. Guttormsson orti um: Eftir Vilhjálms utanför til Eski-
móa / hvítu fólki fór að snjóa. Hann hafði naumast við að sinna beiðnum um
tímaritsgreinar og fyrirlestra. Þessi leiðangur þeirra Vilhjálms og Andersons
var kostaður af Ameríska náttúrufræðisafninu, og lét formaður safnsins, dr. EI.
F. Osborn, svo um mælt i formála bókarinnar Meðal Eskimóa, að enginn leið-
angur, seni safnið hefði staðið að, hefði borið svo góðan árangur. En sennilega
hefur Anderson félaga hans þótt nóg um vinsældir Vilhjálms í blöðunum.
VI
En nú fór Vilhjálmur að húa sig undir síðustu og lengstu norðurför sína
1913—1918. Gekk Kanada í að kosta hana að öllu, enda átti að leggja öll ný-
lendulönd undir brezku krúnuna. Annars var það aðaláform Vilhjálms að sýna,
að íshafið væri ekki dautt haf heldur fullt af lífi og því óhætt að ferðast yfir
það á sleðum sem land og skjóta dýr sér til matar. Anderson var enn í för og
átti að kanna strendur Kanada. Þrjú skip höfðu þeir, en á einu þeirra Karluk,