Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 108
226
GUDMUNDUR 1-RÍMANN
ANDVAIII
— Af hverju segirðu það? Þú hefur aldrei sagt svona áður. Ertu reiður
við mig eða einhvern?
Ekkert svar, og Höllu-Gvendur kastar sér aftur á bak upp í graslubbann;
slokar reykinn.
— Þú mátt eiga næsta, sem mér ber, ef bann verður fallegur. Vdltu það,
Gvendur minn?
— Mér er sama um allar djöfuls bíltíkur, scgir EIöllu-Gvendur vonzku-
lega, og eftir andartaks hik og þá lágum rómi, næstum hvíslar: — ... nerna ...
nema hennar. Ef það hefði vcrið hennar bíll, sem kom handanað áðan, væri
ég ekki lengur hérna ... væri farinn niður í þorp.
— Að leita hana uppi?
— Því ckki það?
- °g---
— Kannski mundi ég... nei... en ég mundi fá hana til að koma með
mér upp úr þorpinu eins og um daginn, rneðan hún beið. Og áreiðanlega fengi
ég að taka utan um hana eins og þá, og líka fengi ég að kyssa hana ... ef ég
þyrði.
— Af hverju mundirðu ekki þora að kyssa hana?
— Af hverju? Það þýðir ekki að segja þér það; þú skilur það ckki. Ég
þorði það um daginn, Glói, en núna... Ég veit ekki, hvernig á því stendur...
ég er hræddur, einhvern vcginn hræddur við mig... ekki við hana. En vertu
ckki sífellt að stagast á þessu sama; gerðu það fyrir mig.
Nei, Glói skilur þetta ekki og enn spyr hann:
— Hún er falleg, er það ekki það?
— Falleg... er falleg? Ég veit það ekki; hún er bara einhvern veginn
hjá mér, í mér, eins og í hálsinum á mér og í bringunni á mér; ég er alltaf
að hugsa um hana, og þó að ég sé ekkert að liugsa um hana, þá er hún þar sarnt;
ég get ekki gleymt henni. ...
— Eg skil þig, Gvendur; nú veit ég allt.
— Fjandann ætli þú vitir!
— Jú, nú veit ég, hvernig þetta er. Manstu eftir henni Gróu, sem var
hjá læknishjónunum í fyrrasumar?
— Henni Gróu litlu? Hún var bara smáki, til einskis nýt.
— Hún var falleg.
— Það getur vel verið; það sá ég nú ekki.
— Á ég að segja þér dálítið, Gvendur, en þú mátt ekki verða reiður? Ég
blóðöfundaði þig, þegar þú leiddir hana — stelpuna í bílnum — hérna upp með
fljótinu... leiddir hana ekki, hélzt um herðar hennar, utan urn hana.