Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 80
198
ELIAS WESSÉN
ANDVARI
Hávi sjálfur, sem mælir. Aðeins tvær
skýringar virðast tiltækar: annaðhvort
tvö tilbrigði við eitt efni lijá einum og
sama höfundi, eða eftirlíking, ef þeir eru
tveir. En hvor þeirra væri þá upphafleg-
ur?
4.
Samhengið í kvæði eins og Hávamál-
um I (1—77) er vitaskuld mjög losara-
legt. Ekki var að vænta ncins röklegs
hugsunarferils. Oðru máli gegndi um
sagnakvæðin, þar sem tímaröðin sagði
fyrir verkum, eða til dæmis Vafþrúðnis-
mál, þar sem töluröðin (Seg þú þat it
eina . . . , Seg þú þat annat) var skil-
merkilegur leiðarvisir. Af þessum sök-
um hefur verið erfitt að muna kvæðið í
réttri vísnaröð. Gera verður ráð fyrir því
að sú munnlega geymd, sem ritarinn
byggði á, hafi verið óviss og sundurleit.
Það er því raunhlítt að gera bæði ráð
fyrir eyðum vegna gleymsku í hinni
munnlegu geymd, brenglun í vísnaröð-
inni og síðari innskotum erinda cða er-
indahópa úr öðrum áttum.
Enn er það, að sá sem skipaði niður
Hávamálasafninu kann á sínum tíma að
hafa samið innskot og flutt til erindi. Það
ætti sennilega við um crindin 13—14
(eða kannski 12—14). Þau eru sann-
kallað Óðinsdæmi, skotið inn til að lýsa
óhollustu drykkjuskaparins (í sambandi
við 11. erindi). Sama mun gilda um er-
indi 73—75, sem rjúfa harkalega hugs-
unarferil erinda 68—77, um æðstu verð-
mæti lífsins. I staðinn eru crindin 78 og
79 af nákvæmlega sama tagi og kvæðið
ella; þau mundu af einhverri ástæðu
hafa fallið brott úr réttu samhengi sínu
og verið sett á cftir lokavísunum 76 og 77.
Ekkcrt vinnst við það eitt að láta vísna-
samstæðurnar 76—77 og 78—79 skipta
um sæti. Erindi 78 um fallvelti og fánýti
auðsins kæmi vel saman við crindi 40
eða 48; erindi 79, um óhæfi hins ósnotra
að þola framgang, færi hinsvegar vel með
erindunum 23—27. En vér getum ekki
vitað, hvort þessu hefur verið svo háttað.
Hið eiginlcga „orðskviðakvæði" sam-
anstendur þannig, eftir grófgerða síun, af
crindunutn 1—11 (12), 15—72, 76—79.
Til að gera kvæðið aðgengilegra, má
vitaskuld leyfa sér tilfærslu erinda til að
fá betra samhengi. En það er sjaldan
unnt að fullvissa sig um, að maður kom-
ist með því móti nær upphaflegum texta.
I linsvegar tekur Erik Noreen of djúpt
í árinni, þegar liann kallar slíkar tilraunir
„óheppilegar og ólevfilegar".
Hvert cinstakt crindi myndar löngum
afmarkaða einingu, svo sem þeir Heusler
og Erik Noreen hafa skýrast bent á. Það
er oft og tíðurn, segir Noreen, „alveg
sjálfstætt, fullgert listaverk, smáljóð út
af fyrir sig“. Þótt þetta sé rétt, og enn-
fremur einkenni á stíl Hávamála, er hægt
að greina í kvæðinu marga samstæða er-
indahópa, þar sem röðin hlýtur að vcra
upprunaleg: erindi 2—5, 8—9, 10—11,
23—27, 36—37, 41—46, (53) 54—56,
58—59, 66—67, 68—77. í kvæðinu
verða greind nokkur skýr hugsunarferli,
en einnig skörp hugsunarskil. Þvílíkt
samhengi er tæplcga vcrk safnandans,
niðurröðun erinda og erindahópa sem
upphaflega hafi verið aðgreind. Öllu
heldur er þetta leif upprunalegs kerfis,
sem fyrir gleymsku og óvissar tengingar
hefur smám saman brenglazt og safnand-
inn eða samsteypumaðurinn ekki getað
fært í samt lag.
Margt hefur verið rætt um aldur og
umhverfi kvæðisins, og get ég verið stutt-
orður um það efni. Það bcr engin merki
kristins dóms, hvorki jákvæð né neikvæð
(sbr. Völuspá). Eigi heldur heiðins dóms;
enga guði eða goðmögn ber á górna (að
undanskildum erindunum 13—14, vita-
skuld), engar tilbendingar um töfrabrögð