Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 62
180
liJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
ANDVARI
arbú hennar um það fé, sem hún átti að
leggja til kirkjunnar, en ekkert er vitað
um árangur af þeirri kröfu.
Ekki mundi hlýða að ljúka 250 ára
afmælisgrein um Arna Böðvarsson án
þess að minnast á orðstír þann, er hann
naut með þjóðinni lífs og liðinn. Hann
hefur verið mjög hátt metinn bæði af
samtíðarmönnum sínum og næstu kyn
slóðum eftir hans dag. Ymsir skáldmæltir
menn hafa skrifað lofvísur um hann
hingað og þangað, einkum í handrit af
rímum hans, og mundi þetta skáldalof
um Árna fylla meðalstórt vísnakver, ef
saman væri safnað. Sumt mun ort að
honum lifanda, eins og t. d. þessi vísa,
sem prentuð er lítið aflöguð i orðabók
Guðbrands Vigfússonar við orðið rökr
(rökkur):
Arni Böðvarsson til sanns
syngur ljóð í rökrum,
bczta skáldið byggðar lands,
búandi á Okrum.
Eitt merkasta skáld átjándu aldar, síra
Gunnar Pálsson, kvað eftir Árna látinn
(hér prentað eftir ÍB 387, 4to):
Gæða skáldið getið og fætt
með gáfu og huga vökrum,
Árni Böðvars sefur sætt,
söknum vér, kundur hér.
Fræðasmiðjan fallin er,
sem fyrri stóð á Ökrum.
Síra Jón Hjaltalín kvað:
Árni Böðvari borni
bragar reit þætti fagra,
stafrýndr stefja hreyfir
stökufær sat á Ökrum.
Vænminntr vakran hana
Valgautar títt lét gala,
vín so rann vébergs önnum
vísirs um frónið ísa.
í mansöngum rímna sinna kvartar
Árni stundum undan einhverjum, sem
fyrirlíti skáldskap hans. Meðal samtíðar-
manna hans munu þeir varla hafa verið
margir, nema helzt rnenn, sem áttu í
deilum við hann, enda var Árni svo svæs-
inn í níðkvæðum sínum, að sízt var von
að í rnóti kæmi vinátta þeirra, sem fyrir
urðu. En þegar kemur frarn á nítjándu
öld gætir hjá lærðum skáldum andúðar
gegn honum. Köldu andar til hans í er-
indi því úr Stellurímum Sigurðar Péturs-
sonar, sem tekið er upp hér að framan.
Benedikt Gröndal eldri sneri lofvísu urn
Árna upp í skammir um skáldskap hans,
en Sigurður Breiðfjörð vísaði rnáli Akra
skálds til almennings og kvað:
Því mun Gröndal gjöra spott
um gamla skáldið Akra?
Eins að níða illt og gott
ekki er siður spakra.
Árna rímur allmargir
eiga og með þær hlaupa,
en hans Gröndals góða kver
girnast fáir kaupa.
í Lbs. 636, 8vo eru Brávallarímur með
hendi Sigurðar. Aftan við þær hefur
hann skrifað þessa vísu eftir sjálfan sig:
Anda gróinn Árni minn
óðs nam þróa spjallið,
hér hefir flóað út og inn
Auðuns sjóarfallið.
Auðunn er Óðinsheiti, sjór Óðins er
skáldskapur.
Adeðal almennings hefur Árni lengi
notið mestra vinsælda fyrir rímur sínar.
Ur því að kemur frarn á síðara hluta
nítjándu aldar mun hann kunnastur lyrir
það, að honum var eignuð Skipafregn.
Bar hvorttveggja til, að rímur voru minna
rnetnar en fyrr, og rímnavinir höfðu
rneiri mætur á Sigurði Breiðfjörð en
eldri rímnaskáldum. Þó nutu Þorsteins
rímur uxafótar nokkurra vinsælda fram
um síðustu aldamót. Ulfarsrímur voru
siðast prentaðar 1912.