Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 62

Andvari - 01.10.1963, Page 62
180 liJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON ANDVARI arbú hennar um það fé, sem hún átti að leggja til kirkjunnar, en ekkert er vitað um árangur af þeirri kröfu. Ekki mundi hlýða að ljúka 250 ára afmælisgrein um Arna Böðvarsson án þess að minnast á orðstír þann, er hann naut með þjóðinni lífs og liðinn. Hann hefur verið mjög hátt metinn bæði af samtíðarmönnum sínum og næstu kyn slóðum eftir hans dag. Ymsir skáldmæltir menn hafa skrifað lofvísur um hann hingað og þangað, einkum í handrit af rímum hans, og mundi þetta skáldalof um Árna fylla meðalstórt vísnakver, ef saman væri safnað. Sumt mun ort að honum lifanda, eins og t. d. þessi vísa, sem prentuð er lítið aflöguð i orðabók Guðbrands Vigfússonar við orðið rökr (rökkur): Arni Böðvarsson til sanns syngur ljóð í rökrum, bczta skáldið byggðar lands, búandi á Okrum. Eitt merkasta skáld átjándu aldar, síra Gunnar Pálsson, kvað eftir Árna látinn (hér prentað eftir ÍB 387, 4to): Gæða skáldið getið og fætt með gáfu og huga vökrum, Árni Böðvars sefur sætt, söknum vér, kundur hér. Fræðasmiðjan fallin er, sem fyrri stóð á Ökrum. Síra Jón Hjaltalín kvað: Árni Böðvari borni bragar reit þætti fagra, stafrýndr stefja hreyfir stökufær sat á Ökrum. Vænminntr vakran hana Valgautar títt lét gala, vín so rann vébergs önnum vísirs um frónið ísa. í mansöngum rímna sinna kvartar Árni stundum undan einhverjum, sem fyrirlíti skáldskap hans. Meðal samtíðar- manna hans munu þeir varla hafa verið margir, nema helzt rnenn, sem áttu í deilum við hann, enda var Árni svo svæs- inn í níðkvæðum sínum, að sízt var von að í rnóti kæmi vinátta þeirra, sem fyrir urðu. En þegar kemur frarn á nítjándu öld gætir hjá lærðum skáldum andúðar gegn honum. Köldu andar til hans í er- indi því úr Stellurímum Sigurðar Péturs- sonar, sem tekið er upp hér að framan. Benedikt Gröndal eldri sneri lofvísu urn Árna upp í skammir um skáldskap hans, en Sigurður Breiðfjörð vísaði rnáli Akra skálds til almennings og kvað: Því mun Gröndal gjöra spott um gamla skáldið Akra? Eins að níða illt og gott ekki er siður spakra. Árna rímur allmargir eiga og með þær hlaupa, en hans Gröndals góða kver girnast fáir kaupa. í Lbs. 636, 8vo eru Brávallarímur með hendi Sigurðar. Aftan við þær hefur hann skrifað þessa vísu eftir sjálfan sig: Anda gróinn Árni minn óðs nam þróa spjallið, hér hefir flóað út og inn Auðuns sjóarfallið. Auðunn er Óðinsheiti, sjór Óðins er skáldskapur. Adeðal almennings hefur Árni lengi notið mestra vinsælda fyrir rímur sínar. Ur því að kemur frarn á síðara hluta nítjándu aldar mun hann kunnastur lyrir það, að honum var eignuð Skipafregn. Bar hvorttveggja til, að rímur voru minna rnetnar en fyrr, og rímnavinir höfðu rneiri mætur á Sigurði Breiðfjörð en eldri rímnaskáldum. Þó nutu Þorsteins rímur uxafótar nokkurra vinsælda fram um síðustu aldamót. Ulfarsrímur voru siðast prentaðar 1912.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.