Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 110
228
GUÐMUNDUR FRÍMANN
ANDVARI
— Þú gerir það ekki.
— Og af hverju ekki, má ég spyrja?
— Af því barasta.
— Af hverju bara?
— Þú ferð kannski í hundana.
— Hundana?... Hver segir, að ég fari í hundana?
— Það segja margir... að þú farir í hundana, af því... af því þú ert
byrjaður að drekka.
— Þvættingur, dómadagsþvættingur! Fer ég kannski fremur í hundana
fyrir sunnan en hér, þar sem allt flýtur í bruggi og brennivíni. Eld síður.
— Jú, Gvendur rninn.
— I Ielvítis kjaftæði!
— Þetta segja þeir...
— Hverjir þeir?
— Mamma segir stundum, að þú sért orðinn svo breyttur... að ég eigi
ekki að vera með þér, þú sért orðinn svo syndugur; og um daginn heyrði ég
Krumma í Bensíninu segja, að þú værir efni í fullkomnasta Hafnarstrætismat.
— Krumma! Honum ferst, þeinr skítablesa, sem er undir áhrifum alla
daga og kokkálar í þokkabót annan hvern karl hérna i þorpinu. Og mamma
þín; hvað er lnin að derra sig? Gömul tuðran, senr þykist hafa alneitað heim-
inum og lagt sér til þessa þá líka dægilegu hallilújaglóríu. Svei þeim báðum;
svei öllum!
— Talaðu ekki illa um hana mömmu; ekki hefur hún verið þér vond.
— Það er satt, en hún er breytt, ekki síður en ég. Ég get ekki þolað þetta
hallilújavæl í henni, það er viðbjóður!
— Mér leiðist það líka, en mamma er...
— Já, mamma er og mamma er... þær eru allar eins, þessar þorps-
kerlingar. Finnst þér nokkuð undarlegt, Glói minn, þó ég vilji rífa mig upp
úr þessu kjaftabæli og frá þessunr körlum og kerlingum, sem eðla sig saman
í þessu dauðadæmda þorpi? Það er visst pass, að síðan ég fór að sjást með
stelpum, að ég tali nú ekki urn ef ég fæ mér í staupinu, að þá hef ég lengið
alla kerlingahersinguna á hálsinn, eða Flalla gamla, og ekki er það betra; og
sú hefur nú ekki hlíft mér, skal ég segja þér.
— Jæja, er hún grimm?
— Já, hún er grimm og það að marki.
— Kannski er ekki nema von, að þú farir, Gvendur. En ferðu þá ekki
í hundana?