Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 89

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 89
ANDVARI ATHUGANIR Á STÍL HÁVAMÁLA 207 21. Hjarðir þat vitu, nær þær heirn skulu, ok ganga þá af grasi; en ósviðr maðr kann ævagi síns of mál maga. Bæði erindin útlista sama efni: græðgi afglapans, hlægileik og skaðsemi græðg- innar. Erindi 21 jafnar saman: gripirnir eru skynugri en glópurinn. 22. Vesall maðr ok illa skapi hlær at hvívetna; hittki hann veit, er hann vita þyrfti, at hann er-a vamma vanr. 23. Ósviðr maðr vakir of allar nætr ok hvggr at hvívetna; þá er móðr, er at rnorgni kemr, allt er víl sem var. Björn Collinder hefur, af gildum rökum eins og sjá má, getið þess til, að vísu- orðin Vesall maðr í 22 og Ósviðr maðr í 23 hafi skipt um sæti í hinni munnlegu geymd, áður en kvæðið var skráð. Er- indin heyra saman efnislega og mega ekki skiljast sundur, eins og Heusler vildi. Mér virðast þau lýsa sömu hugsun og síðari hluti 15. erindis: glaðr og reifr / skyldi gumna hverr, / unz sinn bíðr bana. Erindi 22 fjallar um hinn grunnfæra, afglapalega hlátur, án ástæðu og tilefnis, erindi 23 um ónauðsynlegan kvíða við komandi dcgi. 1 fvorugt sæmir mannin- um. Honum ber að horfast í augu við hættur og erfiðleika lífsins með hugarró og jafnaðargeði. 24. Ósnotr maðr hyggr sér alla vera viðhlæjendr vini; hittki hann finnr, þótt þeir um hann fár lesi, ef hann með snotrum sitr. 25. Ósnotr maðr hyggr sér alla vera viðhlæjendr vini; þá þat finnr, er at þingi kemr, at hann á formælendr fá. 26. Ósnotr maðr þykkisk allt vita, ef hann á sér í vá veru; hittki hann veit, h\’at hann skal við kveða, cf hans freista firar. 27. Ósnotr maður, er með aldir kcmr, þat cr bazt, að hann þegi; engi þat veit, at hann ekki kann, nema hann mæli til margt. Hinn heimski lætur auðveldlega blekkj- ast (24, 25). Honum reiðir illa af, ef menn, sem eru honum vitrari, prófa \'its- muni hans í alvöru (26). Ef hann þegir, má vcra að ekki verði tekið eftir fákænsku hans og heimsku (27). 1 cillum þessum fjórum erindum cr í seinni helmingn- um gerð nánari grein fyrir því, sem sagt er í hinum fyrri. Þessum hópi sérkennandi erinda heyrir víst einnig 79. vísa, sem hefur komið seinna til sögunnar: 79. Ósnotr maðr, ef eignask getr fé eða fljóðs munuð, metnaðr hánum þróask, en mannvit aldregi, frarn gengr hann drjúgt í dul. Efni 29. erindis er nátengt 27. erindi: 29. Ærna mælir, sá er æva þegir, staðlausu stafi; hraðmælt tunga, nema haldendr eigi, oft sér ógótt of gelr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.