Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 109
ANÐVARI
LEIKBRÆÐUR VIÐ FLJÓT
227
— Þú skalt ekki öfunda mig; ég er ekki öfundsverður; ég er aumkunar-
legasta kvikindi á guðs grænni jörðinni.
— Svoo7
— Já, það er ég.
— Hvenær sagðist hún koma til baka, eða kemur hún ekki aftur?
— Það man ég ekki... viku... tíu daga. En hverju breytir það?
— Kannski engu, segir Glói.
Rétt í þessu er kallað úr fjarska:
— Glóóii, langdregið eins og oft hali verið húið að kalla án þcss að svarað
væri. Rímleysa fljótsins er svo hávær, að aðeins daufur ómur kallsins berst
piltunum í fljótsbakkanum lil eyrna.
— Kerlingin, segir Höllu-Gvendur spyrjandi, en Glói leggur við eyru.
Uppi við Efstakofann er gamla konan á stjái og kallandi á son sinn í hátt-
inn. Þegar enginn gegnir fyrsta kalli hennar, röltir hún kroppinbökuð að mó-
hrauknum norðan við kofann og tínir nokkra köggla í svuntuna sína. Heima
við dyrnar nemur bún aftur staðar og kallar á ný. Ennþá ekkert svar, og þarna
klofar hún með kálfsfætur á báðum fótum yfir vegarskurðinn, skágengur veg-
inn og fram á fljótsbakkann. Hún veit, gamla konan, hvar helzt er að leita
drengsins síns urn þetta lcyti og mcð hverjum hann er, enda séð til ferða pilt-
anna fyrr um kvöldið.
— Glói, Glói minn! kallar hún ofan af bakkanum; hún sér glóra í andlit
hans gegnum kvöldhúmið, þegar hann snýr sér við.
— Já, mamma.
— Hvað eruð þið að drolla þarna svona seint, strákar mínir? Farðu að
koma þér í háttinn, Glói minn.
— Gegndu henni ekki, tautar EIöllu-Gvendur án þess að líta upp.
— Já, mamma, ég fer að koma.
— Já, komdu strax, Glói minn.
— Anzaðu ekki kerlingunni.
— Kem bráðum.
— Hann kemur ekkert, tautar I löllu-Gvendur stundarhátt, en það er
engin hætta á, að það heyrist upp á bakkann.
Og gamla konan hverfur með mókögglana í svuntunni sinni og fljótið
heldur áfram að skvaka við bergnafir og kyrja sína endalausu rímleysu eins
og áður.
— Ég fer í haust, segir EIöllu-Gvendur eins og þar hafi verið komið sögu.
— Ferðu hvert?
— Suður eða eitthvað; það er ólíft í þessari þorpsholu.