Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 86
204
ELIAS WESSÉN
ANDVARI
Þcssi vísuhelmingur er síðan endurtekinn
í upphafi tveggja næstu erinda.
64. Ríki sitt
skyli ráðsnotra hverr
í hófi hafa.
Samanber einnig Guðrúnarkviðu ina
fornu (9), Oddrúnarkviðu (24 og 32),
Gróttasöng (6).
Ef erindahóparnir mcð skal og shyli
eru bornir saman í heild hvor við annan,
verður fullljóst, að shal lætur í Ijós skil-
yrðislausari kröfu eða almennt viður-
kennda reglu, sem eigi má hvika frá, shyli
hinsvegar hóglátara heilræði. Það er
þannig ekki sama, hvor myndin er valin,
og ckki er hægt að skipta á þcim án þess
að hnika merkingunni örlítið til. Samt
eru skilin ekki skörp, og í nokkrum til-
vikum gæti hvor myndin sem væri stað-
izt jafnvel og hin. Það gætir jafnvel vissr-
ar tilhneigingar til að nota myndina skyli
í nútíð; í þátíð hcfur viðtengingarháttur-
inn shyldi sigrað gersamlcga. Athvglis-
vcrt er, að í erindunum 42 og 43 hafa
fyrri helmingarnir shal, hinir síðari shyli.
I langflestum tilvikum stendur licil-
ræðið eða áskorunin í byrjun erindis og
tckur yfir tvær braglínur eða fvrri vísu-
hclminginn. Það getur verið fróðlegt að
athuga, hvert cr þá efni seinni vísuhelm-
ingsins og hvernig samhengi erindisins í
hcild er háttað. Iðulcga kemur rökstuðn-
ingur: því at óvíst er at vita, / hvar óvinir
/ sitja á fleti fvrir (1); því at óvíst cr at
vita, / nær verðr á vegum úti / gcirs of
börf guma (38); oft sparir leiðum, / þats
hefr Ijúfum liugat; / margt gengr vcrr
en varir (40). Einnig getur borið til, að
sama hugsunin cr endurtekin með öðr-
um orðum, hnikað til cða lýst nánar (6,
33. 41, 42. 59, 64). Stöku sinnum cr hún
skýrð með mynd (58).
6.
Efnið í fyrsta erindi kvæðisins (Gáttir
allar . . .) og hinu sjöunda (Inn vari
gcstr . . .) má hcita hið sama, en orðunin
tvcnnskonar. Fyrsta erindi flvtur áskorun:
maður skal vera varkár (um shoðash
shyli). Sjöunda crindi greinir, hvernig
varkár gestur hegðar sér:
Inn vari gestr,
er til verðar kemr,
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir
en augum skoðar;
svá nýsisk fróðra hverr fvrir.
Elér verða fyrir okkur tvcnnskonar stíl-
tegundir, sem i höfuðgreinum móta
kvæðið. Annarsvegar er áskorunin: þann-
ig her manni að breyta; hinsvegar stað-
hæfingin: þannig er hinn varúðarfulli.
Maður skal skyggnast í allar áttir, áður
en hann gengur inn í ókunnugt hús —
hinn vari gestur hlustar, horfir, þegir.
Svá nýsisk fróðra hverr fyrir.
Mjög stór hluti erindanna cr af síðara
taginu. Þar er því slegið föstu, sem cr
staðreynd, veruleiki eða venja; þau hafa
að geyma athuganir og auðkenningar:
þannig breytir hinn vitri, slíkur er sá
heimski, og þar fram eftir götunum. Um-
sögnin hefur almennt gildi og stendur í
n ú t í ð f ra msögu'h á 11 a r.
Þessa stíls gætir sérstaklcga í fyrri hluta
kvæðisins (1.—35. crindi), en áskorunar-
erindin með shal og shyli ríkja í siðari
hlutanum (36—67). Þetta veldur óneit-
anlega vissum stílbrigðum. Ber þó enn
að minna á, að skilin eru ckki skörp, og
það cr einmitt stílblcndingurinn, sem
einkennir kvæðið í hcild.
I fyrri hluta kvæðisins eru samtals 60
vísuhelmingar í mynd auðkennandi
(harahieriserande) framsöguháttar (1 b,
2—5, 6 b-c, 7- 12, 16—18, 19 b, 20 -29,