Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 107
ANDVARI
LEIKBRÆÐUR VIÐ FLJQT
225
óglapin, dauðaleg og dapurleg eins og áður. Jökulvatnið við fætur þeirra er ekki
lengur svarrautt, það er orðið svart, alveg svart.
— Hvað hét eiginlega bíllinn, sem hún var í? spyr Glói og mjakar sér
neðar í bakkann og reisir þar borðstóla.
— Hvað hann hét? Það veit ég ekki; það var eitthvert djöfulsnafn á hon-
um, sem ég man ekki. En sá var nú ekkert rusl; og þó gat hann bilað alveg eins
og druslurnar! Og karlinn! Sá var áhyggjuiullur; eins og festur upp á þráð;
ein taugahrúga!
— Vegna stelpunnar?
— Stelpunnar? Ertu vitlaus? I lann vissi ekkert um þetta. Vegna bílsins,
drengbjáni.
— Nú svoleiðis.
— Þeim er ekki sama um þetta dollaragrín sitt, þessum körlum; kunna
bara ekkert með það að fara.
— Þessi, sem fór hjá áðan, var saina gerð, var það ekki?
— Ætli það ekki.
— Segðu mér annars, Gvendur, hvcrnig þetta var.
— Nei, aldrei.
— Jú, Gvendur minn, við höfum alltaf sagt hvor öðrurn...
— Nei, segi það ekki.
— Á rnorgun kannski?
— Ekki á morgun kannski og ekki hinn daginn. Það er heldur ekkert
að segja.
— Var hún eitthvað snefsin við þig?
— Snefsin? Hvern djöfulinn áttu við, drengur?
— Afundin átti ég við; vildi kannski ekkert með þig hafa.
— Hafa og ekki hafa. Hún var góð, of góð. En þú skilur ekki svoleiðis;
þú ert svo mikill mömmudrengur.
— Ekki svo mikill.
— Jú; það er hölvun að eiga mömmu.
Löng þögn. I Iöllu-Gvendur kveikir sér í sígarettu niðri í grasdyngjunni,
slokar reykinn og starir hugsandi og yggldur á hrún niður í myrkrið.
— Trúir þú þ\ í, Glói, að mér væri skítsama þó ég dytti hérna í fljótið ...
drukknaði?
— Hvaða vitleysa!
— Sannarlega sama.
— Af hverju væri þér sama?
— Mér væri bara sama.
15