Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 40

Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 40
158 BJÖRN K. DÓHÓLFSSON ANDVARI til Ingveldar séu ort í tilhugalífi. Sagt er, að liann kvæði á aðra lund við hana í hjónabandi. Ekki hefur honum komið vel saman við tengdafólk sitt. Gísli Kon- ráðsson segir, að mælt sé, að sumir frænd- ur Ingveldar „mótþægðu Árna á ýmsa lund“, og kvæði hann því stökur tvær, scm ritaðar cru í þætti Gísla. Ilvorug vísan cr vinsamleg. Önnur þeirra hljóðar svo: Llm það bölvað Ingu Iið yrkja sízt eg nenni, myrkra svartan böðul bið brjóst þess signa og cnni. Þeim Árna og Ingveldi varð ekki barna auðið. Er því af hvorugu hjónabandi Árna kyn frá honum komið. Áður en frekar er rætt um skáldskap Árna Böðvarssonar, verður að gera útúr- dúr um kvæðið Skipafregn, sem nafn hans hefur verið tcngt við. Þar sem Skipafregn er tímasett, er hún talin ort 1734 eða 1735, oftar fyrra árið. Engin ástæða er til að vefengja það, að hún sé ort á öðruhvoru þeirra ára eða 1734—35. Ekkert bendir til þess, að hún sé eldri. Hins vegar sýnir aldur handrita, að yngri getur hún ekki verið svo að neinu nemi. llandrit síra Einars Hálf- danarsonar (d. 1753) getur ekki yngra vcrið en frá miðri 18. öld, og í handriti einu í konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn, Gl. kgl. samling 2846, 4to, eru tvö fyrstu erindi Skipafregnar skrifuð af Magnúsi nokkurum Þorleifssyni, senni- lega 1740 eða skörnmu síðar. Síðan koma þriðja og fjórða erindi kvæðisins með annari rithönd, sem einnig er frá átjándu öld. Skipafregn er eitt hið bezta l;væði, sem ort var hér á landi öldum saman. Hún hefur tíu sinnum verið gefin út á prent og einnig þýdd á þýzku. Þetta fræga kvæði hefur nú um skeið verið eignað Árna Böðv'arssyni, en annað verður ofan á, cf kannaðar eru beztu heimildir. Er þar fyrst að ncfna vitnisburði þriggja átjándu aldar presta, sem voru hver öðr- um merkari fræðimenn. Elzta handrit Skipafregnar er með hendi síra Einars Hálfdanarsonar að Prestsbakka á Síðu, og telur hann síra Gunnlaug Snorrason á I Ielgalelli höfund hennar. Samhljóða þessu eru skýr orð síra Jóns Bjarnasonar, sem prestur var að Ballará og síðast á Rafnseyri, í handriti hans af Skipafregn. Mest er vert um orð síra Þorsteins Péturs- sonar. Hann ritar í lærdómssögu sína óprentaða árið 1779 um síra Gunnlaug: „I lann kvað ungur skemmtilegan kveð- ling, sem heitir Skipafregn, orðheppinn og liðugur." Síra Þorsteinn og síra Gunn- laugur voru skólabræður úr Skálholts- skóla. Prestarnir þrír, sem nú var getið, voru allir samtímamenn Árna Böðvars- sonar og síra Gunnlaugs. Skipafregn var fyrst prentuð í Hrapps- ey 1783 aftan við Tímarímu Jóns lög- sagnara Sigurðssonar, en þar er höfundur Skipafregnar ekki nafngreindur. í næstu prentun hennar, Kaupmannahöfn 1788, er hún talin verk þriggja skálda, bræðr- anna síra Gísla og síra Gunnlaugs Snorrasona og Árna Böðvarssonar, sem talinn er síðastur. Llm þessa útgáfu sá Eiríkur Björnsson, sem nefndur var hinn víðförli. Á sömu lund er Skipafregn feðr- uð í handritinu ÍB 567, 8vo, sem eg veit ekki hvort eldra er eða yngra en útgáfan 1788. Þetta eru elztu heimildir, sem tengja nafn Árna við Skipafregn. Þeim er sú veila sameiginleg, að þær telja Gísla Snorrason einn af höfundum hennar, en hann var fæddur 1719 og kemur varla til greina aldurs vegna. Enda nafngreinir Rask aðeins síra Gunnlaug og Árna Böðvarsson sem höfunda Skipafregnar og sama gerir Jón Sigurðsson. Báðir nefna þeir Gunnlaug á undan Árna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.