Andvari - 01.10.1963, Blaðsíða 45
ANDVARI
ÁRNl BÖÐVARSSON SKÁLD
163
Þegar hýr og hjartanleg
hlaupið styttir sólin,
óðar verkin enda ég
oftast nær fyrir jólin.
í mansöng fyrstu rímu kveður Árni:
I'Ierjans lærðu sáldað sáld,
sjáldur ekki hyrgðu.
Nú skal yrkja skáld um skáld
skálda málin stirðu.
í mansöng sjöundu rímu heldur Ámi
því fram, að kenna cigi börnum að yrkja
„þrettán vetra og þar um bil.“
Árið 1760 orti Árni Brávallarímur 10
að tölu. Þær eru til í sjö eiginhandarrit-
um skáldsins og cr það met. Svo mörg
eiginbandarrit hefur ekkert annað rímna-
skáld eftir sig látið að neinum rímum, og
að öðrum rímum Árna eru eiginhandar-
rit hans flest þrjú, en geymzt hefur blað
úr fjórða eiginhandarriti að rímum af
Alexander og Loðvík.
Svo vel vill til, að geymzt hefur elzta
eiginhandarrit Árna að Brávallarímum,
sem þær eru jafnvel að nokkuru leyti
ortar á. Það er handritið Lbs. 983, 4to,
sem nú er í lausum örkum, en hefur
verið heft og framan við það heft blað,
sem á er skrifuð meðal annars þessi smá-
grein:
„Þessar Brávallarrímur eru kveðnar af
Árna Böðvarssyni Anno 1760, byrjaðar
þann 22. Maii, en endaðar 20. Septem-
bris sama ár, og eru þær þá ortar í 17
vikur og 3 daga".
Telja má víst, að þetta byggist á skrif-
uðu máli, sem fundizt hefur eftir Árna
látinn. Sbr. 39.—40. erindi síðustu rímu,
þar sem hann segist hafa lokið rímunum
þegar sól var í meyjarmerki 1760, en í
því stjörnumerki er sólin í mánuðunum
ágúst og september.
Neðan undir þeirri smágrein úr Lbs.
983, 4to, sem nú var upp tekin, stendur
þessi vísa:
Nær Árni söng um sumar liá
saminn rímna háttinn,
verið hefur halur þá
hvíldrækur um sláttinn.
Árni hefur skrifað skýringar neðan
máls í sex eiginhandarrit sín að Brávalla-
rímum, og eru skýringarnar á latínu í
þrcm handritanna, eitt þeirra cr Lhs. 983,
4to, cn á íslenzku í hinum. Ekki mun
hann hafa ritað skýringar við aðrar rímna
sinna. Þar sem Brávallarrímur eru skýrð-
ar á latínu, er ástæða til að ætla, að Árni
eða sýslumaðurinn vinur hans hafi hugsað
til að gefa þær út á prent handa crlend-
um lræðimönnum. Sagan, sem þær eru
kveðnar eftir, var kunn crlendis og
prentuð í Svíþjóð 1719, að vísu í mjög
slæmri útgáfu.
Allar eru Brávallarímur nema sú
fyrsta og síðasta kveðnar undir bragar-
háttum, sem Árni telur sig hafa fundið.
Helgi Sigurðsson virðist draga það í efa,
að Árni hafi fundið þá alla fyrstur, en
telur þó að hann hafi fyrstur fundið al-
oddhendu, bragagjöf og það tilbrigði
stuðlafalls, sem er bragarháttur sjöundu
rímu. Vafalaust má bæta staghendu við,
en raunar hefur hún orðið höfundi sín-
um ofurefli. Árni hefur miklar mætur á
aloddhendum háttum.
1 mansöng fyrstu rímu lýsir Árni því
í gaipanmálum hvernig hann hlaut skáld-
gáfuna. Þar kveður hann af meiri létt-
leik en annars staðar verður vart í rínr-
um hans.
Rímur af Droplaugar sonum eru 22.
Árni lauk að yrkja þær fyrir sumar 1762,
en af mansöng þriðju rímu má ráða, að
hann hafi verið byrjaður á þeim 1761.
Nítjánda ríma hefst á þessu einkenni-
lega erindi:
Að mun líða óttustund,
einirs gríðar kýs eg fund,
dynja að vana vegligar
Valgauts hana fjaðrimar.