Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 45

Andvari - 01.10.1963, Side 45
ANDVARI ÁRNl BÖÐVARSSON SKÁLD 163 Þegar hýr og hjartanleg hlaupið styttir sólin, óðar verkin enda ég oftast nær fyrir jólin. í mansöng fyrstu rímu kveður Árni: I'Ierjans lærðu sáldað sáld, sjáldur ekki hyrgðu. Nú skal yrkja skáld um skáld skálda málin stirðu. í mansöng sjöundu rímu heldur Ámi því fram, að kenna cigi börnum að yrkja „þrettán vetra og þar um bil.“ Árið 1760 orti Árni Brávallarímur 10 að tölu. Þær eru til í sjö eiginhandarrit- um skáldsins og cr það met. Svo mörg eiginbandarrit hefur ekkert annað rímna- skáld eftir sig látið að neinum rímum, og að öðrum rímum Árna eru eiginhandar- rit hans flest þrjú, en geymzt hefur blað úr fjórða eiginhandarriti að rímum af Alexander og Loðvík. Svo vel vill til, að geymzt hefur elzta eiginhandarrit Árna að Brávallarímum, sem þær eru jafnvel að nokkuru leyti ortar á. Það er handritið Lbs. 983, 4to, sem nú er í lausum örkum, en hefur verið heft og framan við það heft blað, sem á er skrifuð meðal annars þessi smá- grein: „Þessar Brávallarrímur eru kveðnar af Árna Böðvarssyni Anno 1760, byrjaðar þann 22. Maii, en endaðar 20. Septem- bris sama ár, og eru þær þá ortar í 17 vikur og 3 daga". Telja má víst, að þetta byggist á skrif- uðu máli, sem fundizt hefur eftir Árna látinn. Sbr. 39.—40. erindi síðustu rímu, þar sem hann segist hafa lokið rímunum þegar sól var í meyjarmerki 1760, en í því stjörnumerki er sólin í mánuðunum ágúst og september. Neðan undir þeirri smágrein úr Lbs. 983, 4to, sem nú var upp tekin, stendur þessi vísa: Nær Árni söng um sumar liá saminn rímna háttinn, verið hefur halur þá hvíldrækur um sláttinn. Árni hefur skrifað skýringar neðan máls í sex eiginhandarrit sín að Brávalla- rímum, og eru skýringarnar á latínu í þrcm handritanna, eitt þeirra cr Lhs. 983, 4to, cn á íslenzku í hinum. Ekki mun hann hafa ritað skýringar við aðrar rímna sinna. Þar sem Brávallarrímur eru skýrð- ar á latínu, er ástæða til að ætla, að Árni eða sýslumaðurinn vinur hans hafi hugsað til að gefa þær út á prent handa crlend- um lræðimönnum. Sagan, sem þær eru kveðnar eftir, var kunn crlendis og prentuð í Svíþjóð 1719, að vísu í mjög slæmri útgáfu. Allar eru Brávallarímur nema sú fyrsta og síðasta kveðnar undir bragar- háttum, sem Árni telur sig hafa fundið. Helgi Sigurðsson virðist draga það í efa, að Árni hafi fundið þá alla fyrstur, en telur þó að hann hafi fyrstur fundið al- oddhendu, bragagjöf og það tilbrigði stuðlafalls, sem er bragarháttur sjöundu rímu. Vafalaust má bæta staghendu við, en raunar hefur hún orðið höfundi sín- um ofurefli. Árni hefur miklar mætur á aloddhendum háttum. 1 mansöng fyrstu rímu lýsir Árni því í gaipanmálum hvernig hann hlaut skáld- gáfuna. Þar kveður hann af meiri létt- leik en annars staðar verður vart í rínr- um hans. Rímur af Droplaugar sonum eru 22. Árni lauk að yrkja þær fyrir sumar 1762, en af mansöng þriðju rímu má ráða, að hann hafi verið byrjaður á þeim 1761. Nítjánda ríma hefst á þessu einkenni- lega erindi: Að mun líða óttustund, einirs gríðar kýs eg fund, dynja að vana vegligar Valgauts hana fjaðrimar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.