Andvari - 01.10.1963, Page 20
HANNES PÉTLIRSSON:
í smiðju Steingríms
(Kafli úr bókinni: Steingrímur Thorsteinsson, líf hans og list).
Aðalyrkisefni Steingríms Thorsteinssonar á Hafnarárunum eru ferns konar:
ástin, náttúrufegurðin, frelsið og ættjörðin. Þótt Ijóð hverrar tegundar séu mis-
jöfn að gæðum og gildi, orti hann um öll þessi cfni minnisstæð kvæði. Ástarljóð
hans, þau sem gerð voru að umtalsefni framar í bókinni, munu lengi standa
óbagganleg í bragar túni. Fyrr og nú og Kveðja eiga sér, að bitrum tilfinninga-
þunga, vart hliðstæðu í íslenzkum ástarskáldskap, og hin kvæðin þrjú, Verndi
þig englar, Nafnit) og Þið sjáizt aldrei framar, eru öll ósvikin list. Þessi ljóð fimm
voru algerlega ný og sjálfstæð gagnvart þeirn ástarkvæðum, sem áður höfðu verið
ort í anda rómantísku stefnunnar á íslenzku.
í skáldskap sínurn um náttúrufegurðina, frelsið og ættjörðina felar Stein-
grírnur að hálfu leyti slóð Jónasar, að hálfu leyti aðra götu. Viðhorf lians til
náttúrunnar er ídealistískara en Jónasar, heimspekilegra, þótt þess gæti ekki í
öllum náttúruljóðum hans jafnt; frelsiskvæði yrkir hann með nokkru öðru lagi en
Jónas, eins og bent var á, og í tveimur fegurstu Ijóðum hans um ísland, kveðnum
á Hafnarárunum, Sveitasælu og Systkinunum á berjamó, býr samfelldari sýn
til íslenzkra sveita á 19. öld en í nokkru einstöku ljóði Jónasar. Jónas var næmari
og fundvísari náttúruskoðari, og hann bregður upp nænnyndum af sveitalífinu,
en naumast jafn skýrum fjarmyndum af byggðinni sjálfri og Steingrímur gerir í
upphafserindum þessara kvæða.
Um formhugmyndir Steingrims, um skoðanir hans á notkun samlíkinga
og mynda í skáldskap o. þ. u. 1., er fátt vitað frarn yfir það, sem ráða má af ljóða-
gerð hans. Hann seilist þar skammt til samlíkinga, en myndir lians eru margar
skýrar og markvísar. Þegar bréf bans til Mattliíasar Jochumssonar fóru í súginn,
kann að hafa glatazt ýmis vitneskja um sjónarmið hans í þessu efni; í svörum
Mattbíasar kernur fram, að Steingrímur hefur reifað vandamál skáldskaparins.
i hinum ódagsetta pistli til Gröndals, senr fyrr hefur verið stuðzt við, talar hann
urn, að Gröndal skorti að sínu áliti ennþá nokkuð „hina vandfengnu harmóníu".
„Þessu máttu ekki reiðast", segir hann, „og ekki skilja þaÓ eins og arrogantiam