Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 100

Andvari - 01.10.1963, Page 100
218 ERIK S0NDERHOLM ANDVARI somnierfestcn" (í „Tornebusken") og „Ventesalen" (í „Agerhönen"), lýsir höf- undurinn kostgæfilega þeirri vonzku, sem í manninum býr, einmanaleik hans og rótleysi, og í þessum tveimur miklu smá- sögum, sem tvímælalaust eru hámarkið á liöfundarferli hans, varpar hann annars vegar ljósi yfir lausnina frá þessari bölv- un, hins vegar vísvitandi forherðingu í vonzkunni, sem leiðir manninn út í hinn ófrjóasta níhilisma. Smásagnasöfnin tvö eru mjög fjölhreytileg, allt frá einföld- um frásögnunr í alþýðustil og léttum og lausbeizluðum ævintýrasögum til djúp- hugsaðra symbólskra sagna og djarf- lega uppsettra og snilldarlega fram- kvæmdra listrænna tilrauna. í skáldsögunni „Lpgneren" kryfur hann þetta viðfangsefni enn á ný. Aðalpersónan kallast lygari, af því að hann vill ekki finna sjálfan sig Iieiðarlega, en lokar í þcss stað augunum og lætur skeika að sköpuðu. Hann er tákn nútímamannsins, sem einkennist af rótleysi, einmanaleik og skorti á ábyrgðartilfinningu, og allt birtist þetta í hverju tákninu á fætur öðru. Hann er látinn renna skeið sitt allt og endar í algjörum níhilisma, í vonzk- unni vonzkunnar vegna, sér og viður- kennir gjaldþrot sitt, snýr við blaðinu og gengst undir sína mannlegu ábyrgð, og þá finnur hann aftur sjálfan sig, en stend- ur þá báðurn fóturn í hinni rótföstu, sam- stilltu, ábyrgu og einsteyptu gömlu menn- ingu. Stíll bókarinnar er meistaralega unn- inn, innilegur og lágróma tónn, en sums staðar ástríðuþrunginn, og höfundurinn hefur af list og nærfærni fléttað ókjcir af lilvitnunum til sigildra danskra skálda inn í verk sitt, en það varpar alls staðar sér- stökum ljóma yfir stilinn í augum víð- lesins (dansks) lesanda. Á næstu árum og til ótímabærra ævi- loka sinna helgaði M. A. H. sig alþýð- legum sögulegum ritum og auk þess nokkrum ferðasögum. En nokkurn veg- inn samtímis því að Martin A. Hansen lét staðar numið á sviði fagurra bók- mennta, sneri H. C. Branner eftir nokk- urra ára þögn, sem orsakaðist af kvíða og öryggisleysi binnar mannlegu kreppu tímabilsins, aftur heim til bókmenntanna. Hans Christian Branner fæddist árið 1903 i Ordrup, og var faðir hans rektor við menntaskólann þar. Hann tók stú- dentspróf, en notaði sér það ekki. Þess í stað réðst hann að bókaforlagi í Kaup- mannahöfn og vann þar í tiu ár, unz hann skyndilega rauf þann feril til þess að lifa sem rithöfundur og það áður en hann lét nokkuð frá sér fara. Nokkrum árum seinna gaf hann út fyrstu skáld- söguna „Leget0j“ (1936), er lýsir leik- fangafyrirtæki, sem í rauninni er tákn þjóðfélagsins. 1 þessari frábærlega vel gerðu sögu hittum við þegar fyrir aðal- viðfangsefni Branncrs: baráttu hins ein- mana og veika gegn þeim sterka, sem þrátt fyrir bolabrögð sín lýtur þó venju- lega í lægra haldi fyrir fulltrúa veikleik- ans. Því að ósérplægin gæzka hans og sjálfsfórn hefur af mannlegum ástæðum í sér fólginn styrk, sem getur bugað vald- beitingarmanninn, þar sem valdsgræðgi hans er oftast veikleikamerki, sprottið af minniináttarkennd, hræðslu eða ónátt- úruæði. Þessar frumkveikjur fyrstu sög- unnar sjást aftur í næstu skáldsögum, en af þeim er einkum „Drdmmen onr cn kvindc" (1941) umtalsverð vegna tauga- spennu í mannlýsingu og sundurgrein ingar mannlegrar kreppu. Eins og hjá M. A. H. lýsa skáldsögur þessar öðru fremur frelsandi þróun einstaklingsins, hvernig hann finnur sjálfan sig, en Bran- ner, sem er Kaupmannahafnarmaður, finnur ekki leiðina út úr ógöngunum i bændamenningu og kristindómi eins og Martin A. Idansen. Hann finnur aftur á móti sitt hellubjarg í innilegri samúð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.