Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 68

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 68
66 HJÁLMAR SVEINSSON ANDVARI kjarna ... — leiðarvísan um liðna reynslu fyrir þá, sem vilja hugsa um sam- tíð og framtíð, hvað þjóðin á best, þarfnast, skortir helst. . . hugleiðing um vanda þess og vegsemd að vera íslendingur.“14) Hann gerir ennfremur að umtalsefni að sagan geti: „. . . orðið þjóðum það sama og sálkönnun ein- staklingi.“15) Þá telur hann hæpið að kalla sagnfræðina vísindi, því lögmálin sem af henni séu leiddjafnist aldrei við „ . . . náttúrulögmál sem gilda jafnt fyrir fortíð og framtíð.“16) Og því skrifar hann óhikað: „Vér neyðumst til að vinza úr sögunni vegna sjálfra vor.“l7) Þyki einhverjum þetta of glannaleg orð vil ég benda honum á ritgerð eft- ir Gunnar Karlsson sagnfræðing sem heitir „Orsakaskýringar í sagnfræði". Hún birtist í bókinni Mál og túlkun. í síðasta hluta hennar fjallar Gunnar um hvað ráði vali okkar þegar við tilgreinum orsakir sögulegra atburða. Hann vitnar þar í breska sagnfræðinginn E. H. Carr og niðurstaðan er sú að okkur finnist einkum: „ . . . fullnægjandi þær orsakaskýringar sem geti kennt okkur eitthvað um það, hvernig eigi að taka á viðfangsefnunum á öðrum tíma . . . við fáum áhuga á því sem við finnum að við getum eitt- hvað lært af.“18) Nordal var þetta fullljóst þegar hann ritaði íslenzka menningu. Vandi sagnfræðinnar er í rauninni vandi allrar túlkunar. Sagan verður aðeins könnuð í ljósi samtíðar en samtíðin er ljós einmitt vegna þess sem þegar hefur gerst í lífi einstaklings og þjóðar, það er segja vegna sögunnar. Því telur Nordal vonlítið að leita að lögmálum sem eru hafin yfir stund og stað. Hann setur aðferð náttúruvísindanna á hvolf. Reynir ekki að rita verk sem er sótthreinsað af eigin skoðunum, heldur játar að vandi samtíðarinnar brenni á sér og að hann skrifi fyrir þessa samtíð. Einhver versta meinsemd samtíðarinnar fannst honum sú lífsskoðun sem natúralisminn ól af sér. Hún er í þá veru að mannlega tilvist, og tilver- una alla, sé hægt að skýra fullkomlega út frá náttúrulegum kerfum. Aðferð náttúruvísindanna verður mælikvarði allra hluta. Það sem ekki hægt er að mæla er ekki til. Þessi mynd af heiminum er uppistaðan í spíritismanum ekki síður en efnishyggjunni. Þær stefnur nutu mikillar hylli á árunum milli stríða. Spíritisminn er eitt afbrigði náttúruvísindalegrar skýringar á hinu dula og óræða í tilverunni. Nordal telur hann leiða til útþynntrar guðstrúar og sér óræk dæmi þess í verkum Einars H. Kvarans. Frá sjónarhóli þess Guðs sem þar birtist er ekki til neitt raunverulegt val milli góðs og ills. Það er að- eins mannleg skammsýni eða hjátrú sem veldur því að gerður er greinar- munur á þessu tvennu. í augum Guðs er öll barátta, áhætta og andstreymi mannsins hégómi og því á hann svo auðvelt með að fyrirgefa allt, sem við í barnaskap köllum „illvirki“ og „synd“, að það er til orðið í þeim tilgangi að þroska okkur. Nordal kallar þetta að kippa burt „ . . . allri siðferðilegri fót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.