Andvari - 01.01.1955, Page 10
6
Páll V. G. Kolka
ANDVARI
útveguðu honum vist á heimili Sigfúss Eymundssonar í Reykja-
vík, en síðari kona hans var Sólveig Daníelsdóttir, bróðurdóttir
Ingibjargar í Ási. Þau hjón vom barnlaus og tóku stundum skóla-
pilta á heimili sitt, enda dvaldist Guðmundur þar þau fimm ár,
sem hann var við nám í Lærða skólanum. Fór svo áður en vist
hans þar lauk, að hann varð heitbundinn hálfsystur Sólveigar
Eymundsson, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Klettakoti í Reykjavík,
en hún var Iríð mær og gjörvileg og Guðmundi mjög jafnaldra.
Oll skólaár Guðmundar gengu yfir Norðurland in verstu harð-
indi og lauk þeim með fárviðrum og fjársköðum í maímánuði
1887, sama vorið og Guðmundur tók stúdentspróf. Skrifaði þá
Bjöm á Marðarnúpi syni sínum og kvaðst ekki geta stutt hann
til frekara náms. Gefur að skilja, hvílík vonbrigði það hafa verið
þessum gáfaða og framgjarna stúdent, sem jafnan hafði verið
efstur í sínum bekk, að sitja eftir, er ýmsir af bekkjarbræðrum
hans bjuggu sig til háskólanáms, en þeir urðu ekki færri en 10,
sem sigldu þetta sumar. Bar hann harm sinn í hljóði, en unn-
usta hans, sem fann, að eitthvað amaði að honum, gekk á hann,
þar til hann sagði henni frá bréfi föður síns. Skýrði hún Sólveigu
systur sinni frá þessu, en Sólveig var kvenskömngur mikill og
Sigfús maður hennar mjög vel efnaður, enda hafði hann á þeim
árum mörg jám í eldinum. Fór svo, að hann bauðst til að styðja
Guðmund til háskólanáms og sigldi hann um sumarið, en Guð-
rún heitmey hans sat eftir í festum í átta ár. Sögu þessa sagði
mér Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Ási, nákunnug kona öllum
aðilum.
Alla 19. öldina réðust einir átta íslenzkir bændasynir í það
að lesa læknisfræði við Hafnarháskóla og vom þar af fimm Hún-
vetningar, sem sé Jón Thorstensen landlæknir og prófessor Sæ-
mundur Bjarnhéðinsson auk Guðmundanna þriggja, sem hér hafa
verið nefndir. Þetta má teljast allmerkilegt og ekki síður hitt, að
þeir nafnamir þrír skyldu á sama áratugnum leggja út á þessa
braut. Að vísu hafa íslenzkir menntamenn þá verið farnir að hafa