Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1955, Side 13

Andvari - 01.01.1955, Side 13
ANDVARI Guðmundur Björnsson landlæknir 9 með lélegum útbúnaði, og búast mátti jafnan við farsóttum, svo sem barnaveiki, skarlatssótt og mislingum, svo að nokkrar séu nefndar. Þekking almennings og jafnvel lækna á öllu því, sem snerti eðli og útbreiðslu næmra sjúkdóma, var af mjög skornum skammti og þurfti því fyrst og frernst að vinna bug á þeirri van- þekkingu. Til þess var inn nýi héraðslæknir allra manna bezt falT inn, sökum áhuga og dugnaÖar, glæsilegrar mælsku og sérstaks hæfileika til að setja áróður sinn fram í stuttu máli og svo ljósu, að hverju bami var skiljanlegt. Holdsveikin var fyrsta viðfangsefnið, en það var þegar undir- búið með ferðum dr. Ehlers um ísland 1894—5. Dvaldist Guð- mundur í Noregi sumarið 1896 til þess að kynna sér varnir gegn holdsveiki, naut til þess styrks úr landssjóði og gerði síðan til- lögur til þings og stjórnar um það, hvemig þeim vömum skyldi hagað hér. Munu það hafa verið hans ráð, að alla holdsveikisjúkl- inga skyldi einangra á sérstökum spítala, en danskir Oddfellowar buðust um þessar mundir til að gefa slíkt hús. Var því valinn staður í Laugarnesi og kornið þar upp fyrir ötula forgöngu dr. Petrus Beyers, sem um langan tíma var stór-sír reglunnar í Dan- mörku. Var holdsveikraspítalinn vígður haustið 1898 og mun þá hafa verið mest hús á íslandi. Sæmundur Bjamhéðinsson frá Böðvarshólum í Vesturhópi varð þar yfirlæknir og naut stofnunin ágæts starfs hans í rúman fjórða áratug. Mátti heita, er hann lét af störfum, að holdsveikinni væri útrýmt á íslandi. Guðmundur átti alla tíð sæti í stjómarnefnd spítalans og var samvinna þeirra Sæmundar in bezta. Enn meiri þátt átti Guðmundur í baráttunni gegn berklaveik- inni. Fyrsta skrefið þar var að fræða almenning um útbreiðslu- hætti veikinnar og varnir gegn henni og þýddi hann í því skyni bækling einn um þetta efni 1898 og annan með myndum, er út kom 1903 og náði mikilli útbreiðslu. Fram að þeim tíma hafði það verið álitinn allt að því dauðadómur að úrskurða mann berkla- veikan, enda ekki óalgengt, að eitt systkini smitaðist af öðru, þar til fjölskyldan var að mestu upprætt. Vegna fræðslustarfsemi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.