Andvari - 01.01.1955, Page 27
andvari
Nú taka öll húsin að loga.
Eftir Barða Guðmundsson.
Naumast fer hjá því, að Njálsbrenna hafi átt sér stað. Um
hana er getið bæði í Landnámabókum og annálum. Á Njáll Þor-
geirsson að hafa verið brenndur inni á Bergþórshvoli við sjöunda
eða áttunda mann árið 1010. Einkum bendir tímasetningin í þá
átt, að til hafi verið fom arfsögn um brennuna, því telja má
nokkum veginn víst, að tímasetningar atburða sögualdar í fom-
um annálum séu allar runnar frá ritum Ara fróða Þorgilssonar.
En þótt Bergþórshvolsbrennan sé talin sannsögulegur viðburður,
er auðvitað ekki þar með sagt, að brennulýsingin í Njálu hafi
sagnfræðilegt gildi. Samanburður á Sturlungu og Njálu mun leiða
í ljós, hvernig þessu máli er farið.
Haustið 1253 var bærinn á Flugumýri brenndur til kaldra kola.
Þar bjó þá Gissur Þorvaldsson. Fyrir ódæðinu stóð hinn ungi
böfðingi Eyjólfur Þorsteinsson á Möðruvöllum í Hörgárdal. Frá
tildrögum þessa atburðar er þannig greint í Sturlungu:
„Það er sagt eitthvert sinn um sumarið helgan dag, að menn
sátu úti þar á Möðruvöllum í góðu veðri, Eyjólfur bóndi og fylgd-
armenn hans og Þuríður húsfreyja. Þau Ófeigur og Vigdís Gísls-
dóttir vom þar þá heimamenn með Eyjólfi. Þá mælti Eyjólfur í
gamni til Vigdísar: „Hvað mundi honum Gissuri til ganga, er
hann vildi eigi byggð þína í Skagafirði?“ Vigdís varð fá um.
Þá svarar Þuríður dóttir hennar: „Því að Gissuri," segir hTÍn,
„þótti hver herkerling líklegri til að hefna föður míns, Sturlu, en
þú. Sér hann það, að þér er litur einn gefinn." Eyjólfur svarar