Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1955, Side 31

Andvari - 01.01.1955, Side 31
andvari Nú taka öll húsin að loga 27 miklu betra að deyja með ykkur en lifa eftir.“ Síðan bar hún sveininn til hvílunnar." (K. 129). Má ekki á milli sjá, hvort frá- leitara er: ummæli drengsins eða sú athöfn ömmu hans, að láta honum verða að ósk sinni. Hin sálfræðilega misfella, sem höf- undurinn gerir sig sekan um, verður fyrst skýranleg, þegar at- huguð er frásögnin af Gróu húsfreyju og Ingibjörgu Sturlu- dóttur í anddyrinu á Flugumýri. Hún hljóðar þannig: „Þær Gróa og Ingibjörg gengu nú út að dyrunum. Gróa bað Ingibjörgu útgöngu. Það heyrði Kolbeinn grön frændi hennar og bað hana út ganga til sín. Hún kvaðst eigi það vilja, nema hún kjöri mann með sér. Kolbeinn kvað eigi það mundu. Gróa bað hana út ganga, „en eg verð að leita sveinsins, Þorláks, systursonar míns,“ segir hún . . . Kolbeinn grön hljóp inn í eldinn eftir Ingi- björgu og bar hana út til kirkju.“ (I, s. 491). Ljóst má nú vera, að Njáluhöfundur skreytir Bergþóru og dótturson hennar með hinni sérstæðu hugprýði og tryggð Ingi- hjargar, en þessi unga brúður var á fjórtánda ári, er Kolbeinn bar hana nauðuga út úr eldinum frá eiginmanninum, Flalli Giss- urarsyni. Eins og Ingibjörg neitar Bergþóra að yfirgefa rnann sinn í greipum dauðans og segir um leið: „Eg var ung gefin Njáli.“ Einnig kýs drengurinn heldur að deyja en skilja við ömmu sína og afa. Skýrast nú jafnframt orð Bergþóru: „Þig skal út bera.“ Þegar þau voru skráð, hefur hugur höfundarins verið bundinn við Sturlunguummælin: „hljóp inn í eldinn eftir Ingibjörgu og bar hana út.“ í báðum heimildunum er greint frá þessum atvikum rétt á eftir yfirlýsingum húsfreyjanna á Flugu- mýri og Bergþórshvoli: „að eitt skyldi yfir þær ganga báðar“ og „að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ Þegar þessa er gætt, getur vart leikið á tveim tungum um tengsl frásagnanna. í þessu sambandi er þó ekki síður merkileg lýsingin af upp- grefti líkanna á Bergþórshvoli. Gagnstætt Landnámu segir í Njálu, að þ ar hafi fundizt bein af ellefu mönnum. Er þá Helgi Njálsson talinn með, en hann hlaut banasár fyrir dyrum úti eins og Hallur Gissurarson á Flugumýri. í skálarústunum finnast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.